Heimaklettur - 01.12.1943, Qupperneq 12
inni, þá var hann alltaf mjög glaður.
Þyngst féll henni, hversu móðir hennar
grét sárt. Til allrar hamingju vissi hún
ekki, hverju fram fór úti á eyjunni. Is-
lendingarnir, Vestmannaeyingarnir,
höfðu flúið á fjöll. Þeir hlupu í hina
mörgu hella í Eyjunni og upp á kletta-
hillur, sem vænta hefði mátt, að væru
ókleifar. Meðal flóttamannanna var
hinn Eyjapresturinn, Jón Þorsteinsson,
sem var alkunnugt sálmaskáld. Hann
hafði með fjölskyldu sinni leitað felu-
staðar í helli einum, og sett vörð á
hamrabrúnina fyrir ofan. Þessi varð-
maður var skotinn af sjóræningjunum
og blóðið úr honum rann ofan í hellinn
til prestsins. Þetta varð til þess, að hann
gekk fram, eftir að hann hafði haft yfir
sér og fjölskyldu sinni til huggunar ýmsa
ritningarstaði. Tvær konur, sem leitað
höfðu hælis í nærliggjandi helli og ræn-
ingjarnir urðu ekki varir við, hafa sagt
frá því, að presturinn hafi gengið á
móti ræningjunum, þegar þeir þustu að.
Þorsteinn var þar fremstur í flokki og
hæddist mest að klerki. Tyrki hjó hann
með sínu íbogna sverði. Hann varð að
höggva hvað eftir annað áður en prest-
urinn dó, og sá herrans maður gjörði
það með þessum orðum: „Jesús, herra
minn, meðtaktu minn anda“. Kona hans
og börn voru hrakin til Dönskuhúsa til
hinna fanganna.
Sjóræningjarnir þvinguðu fangana
með svipuhöggum til þess að róa félaga
sína um borð í sjóræningjaskipin, og
því næst ránsfenginn. A skipsfjöl var
séra Olafur Egilsson húðstrýktur. Þáð
átti að neyða hann til að ljósta upp,
hvar kirkjan og bæjarbúar hefðu falið
verðmæti sín. En hann vissi ekkert um
það. eða lét í veðri vaka, að hann vissi
ekkert, þoldi kvalirnar og öðlaðist þann-
ig virðingu sjóræningjanna. Krabbinn
var gjörður haffær og fylltur föngum
undir eftirliti liðmargs sjóræningja-
flokks. Um kvöldið var borinn eldur að
Dönskuhúsum og Landakirkju. Og að
morgni, meðan kirkjan stóð enn í björtu
báli, skutu sjóræningjarnir níu kveðju-
skotum og yfirgáfu Vestmannaeyjar.
Þeir fluttu með sér 242 fanga, og þeir,
sem eftir lifðu á Heimaey, jörðuðu 34
myrta menn.
Þegar skipin voru komin langt til hafs.
urðu umskipti. Þá var farið betur með
fangana. Að vísu var nokkrum gamal-
mennum, sem talin voru verðlítil sem
verkamenn, varpað fyrir bórð, en hinir
fangarnir — þrælarnir — sem með vissu
yrði keypt lausn, sættu yfir höfuð góðri
meðferð. Það kom fyrir, að sjóræningj-
arnir sinntu börnunum og léku sér við
þau, til þess að fá þau til að brosa. Það
er alltaf einhver taug í mönnum, þrátt
fyrir vonzku þeirra. Þó ekki væri öðru
til að dreifa, reið þó á að koma farmin-
um heilum í höfn, og eitthvað urðu
menn að skemmta sér við á leiðinni.
Þegar komið var alllangt suður á bóg-
inn bar það við, að sjóræningjaflotinn
varð á vegi danskra herskipa, sem send
höfðu verið af stað frá Danmörku und-
ir stjórn Mauritz Printz, strax og fregn-
in um árásina barst þangað, til þess að
varna óvinunum undankomu og hreinsa
höfin af sjóræningjum og öðrum óþjóða-
lýð. Skamma stund blossaði upp von-
in hjá hinum mörgu föngum, en þeir
urðu fyrir sárustu vonbrigðum. Fang-
arnir voru allir reknir undir þiljur, öll
segl dregin að hún, og hin þungu dönsku
herskip drógust aftur úr hinum hrað-
skreiðu, léttbyggðu sjóræningjaskipum.
Tyrkirnir voru sérstaklega heppnir.
Þeir voru undir góðri stjórn og ákaflega
6
HEIMAKLE TTUR