Heimaklettur - 01.12.1943, Síða 18
JES A. GÍSLASON:
„BÓKASAFN VESTMANNAEYJA
LESTRARFÉLAGS11
Eitt af þeim menningarmálum fyrir
Vestmannaeyjar, sem þeir Bjarni E.
Magnússon sýslum. (sýslum. í Eyjum í
11 ár, frá 1861—1872) og séra Brynjólf-
ur Jónsson, prestur í Vestmannaeyjum
frá 1852—1884, áttu frumkvæðið að, var
stofnun „Lestrarfélags Vestmannaeyja“,
sem þeir nefndu svo í ávarpi og reglu-
gerð fyrir það félag, og sem sent var út
til almennings hér í Eyjum í júnímánuði
1862. Þetta lestrarfélag er fyrsti vísir
þess bókasafns, sem nú er hér í Eyjum,
og er því á þessu ári orðið 81 árs. Bóka-
safn þetta átti við fráfall séra Brynjólfs
Jónssonar (1884) „600 bindi af fróð-
legum og nytsömum bókum“, eftir því,
sem segir í sóknarlýsingu hans, en liann
var forstöðumaður safnsins hin síðustu
ár ævi sinnar. Blómgaðist það í hönd-
um hans, enda lét hann sér mjög annt
um það, eins og önnur menningarmál,
sem hann beitti sér fyrir hér í Eyjum.
Þetta er allgóður bókakostur, 600 bindi,
á þeim tímum, eða nálægt því lj/2 bindi
á hvern mann hér á Eyju, miðað við
fólksfjölda Eyjanna þá.
Avarp það og reglugerð þá, sem fyrr
um getur, rakst ég nýlega á innan í
gamalli bókaskrá safnsins. Það er frum-
ritið og því allmerkilegt skjal. Skjal
þetta, sem er í heilarkarformi, blátt að
lit, er farið að verða ellilegt og nokkuð
slitið, en vel læsilegt, er nú 81 árs. Eg
hef hvergi séð það innfært í gerðabæk-
ur safnsins, en af því að fátt segir af
12
einum, sérstaklega ef hann er orðinn lú-
inn og gamall, þá fannst mér rétt að
birta það einhversstaðar á prenti, bæði
til fróðleiks og til geymslu, ef skjalið
sjálft glataðist, og fannst réttast, að
þetta fyrsta skjal lestrarsafnsins birtist
í hinu fyrsta tímariti Eyjanna, sem nú
er í ráði að stofna hér, og sem ætlað er
að hefja göngu sína um næstu áramót.
Skjal þetta fer hér á eftir og er svo-
hljóðandi:
„Hverjum manni má kunnugt vera,
hve mjög almenn menntan og þekking
styður að því að efla heill og velferð
lýða og landa, og má með sanni álítast
sem grundvöllurinn undir andlegum og
líkamlegum framförum hvers einstaks
manns og þjóðfélagsins yfir höfuð; því
upplýsingin og þekkingin hvetur menn
til dáðar og dugnaðar og til þess að
neyta krapta sinna, sér og öðrum til
gagns og nota, svo með almennri upp-
lýsingu fylgir allajafna almenn velferð,
dáð og dugur, en með vanþekkingu ó-
dugnaður og eymdarskapur.
Af þessum ástæðum hefur oss undir-
skrifuðum, er fúslega viljum stuðla til
þess að efla og glæða almenna og nyt-
sama þekkingu meðal Eyjabúa, sem vér,
eins og nú er getið, álítum svo áríðandi,
væri mjög nauðsynlegt að bókasafn
yrði stofnsett hér á Vestmannaeyjum,
innihaldandi ýmsar fróðlegar og lær-
dómsríkar bækur á íslenzku og dönsku
HEIMAKLETTUR