Heimaklettur - 01.12.1943, Síða 20
mannaeyjasýslu“. Bók þessi hefst með
því, að þar er innfært ávarp það og
reglugerð sú, sem fyrr um getur. Fyrsti
fundur, sem færður er í bók þessa, er
haldinn laugardag 13. júní 1863, og er
hann nefndur aðalfundur, en ekki stofn-
fundur. Þetta bendir til þess, að félagið
hefur verið stofnað árið 1862, eins og'
um getur í sóknarlýsingu séra Brynjólfs,
og er því nú (1943) 81 árs, því að um
aðalfund eins félags getur ekki verið að
ræða, nema að eitthvert starf félags sé
að baki, sem gefa á skýrslu um. Enn-
fremur er fundur þessi haldinn á þeim
tíma árs, um fardagaleytið, sem getur
um í 7. gr. reglugerðarinnar. Ennfremur
segir svo í fundargerð þessari: „Að fundi
settum skýrði sýslumaðurinn frá aðgerð-
um félagsins, og einkum hversu mjög Hr.
kaupmaður P. Bryde hefði með því að
útvega margar góðar bækur til bóka-
safnsins, stutt að stofnun félagsins, svo
skýrði hann og frá að Herra alþingismað-
ur skjalavörður Jón Sigurðsson í Kaup-
mannahöfn, riddari Dannebrogsorðunn-
ar, hefði mikillega stutt að stofnun fé-
lagsins með því að senda því gefins tölu-
vert af bókum. Ennfremur var lagður
fram reikningur yfir tekjur og útgjöld
félagsins til 6. júní 1863“.
Þar segir ennfremur:
„Því næst stakk sýslumaðurinn upp
á því við þá félagsmenn, sem við voru
staddir, að Herra Jón Sigurðsson væri
fyrir velvild þá, er hann hefði sýnt fé-
laginu, kosinn til heiðursjorseta þess, og
samþykktu félagsmenn það í einu hljóði.
Einnig var í einu hljóði samþykkt sú
uppástunga, að Herra kaupmaður P.
Bryde væri svo sem bezti velgjörðarmað-
ur félagsins kosinn til heiðursfélaga“.
Þótt margt fleira mætti segja um fé-
lag þetta, svo sem vistarverur þess og
Þórs-
hvöt
AFMÆLISLJÓÐ
Meðan orka í æsku býr,
eflist Þór, vaxi Þór,
þegar dreng’ að þrekraun knýr
þrá að verða stór.
Hvar sem dirfska, hreysti og afl
— eflist Þór, vaxi Þór —
Heyja með drenglund örðugt tafl,
sigri sveit frá Þór!
Daglegt stríð og stritsins raun
styrki Þór, auki Þór.
Garpsins þjálfun, gullin laun
gjaldi land og sjór.
Hvenœr sem örðugt œvistarf,
— Heill þér Þór, heill þér Þór,
einbeitts vilja og manntaks þarf
hjálpi hönd úr Þór.
Loftur Guðmundsson.
hrakninga fram að síðustu árum, hús-
byggingu fyrir félagið eða bókasafnið,
þá læt ég hér staðar numið að þessu
sinni. J. A. G.
14
HEIMAKLETTUR