Heimaklettur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Heimaklettur - 01.12.1943, Qupperneq 25

Heimaklettur - 01.12.1943, Qupperneq 25
SKÁLD ÆSKUNNAR 65 ÁRA Sigurbjörn Sveinsson. Þriðjudaginn 19. okt. s. 1. voru 65 ár liðin frá því, að Sigurbjörn Sveins- son rithöfundur leit fyrst dagsins ljós að Kóngsbakka í Húnavatns- sýslu. Foreldrar Sigurbjarnar voru þau hjónin Sveinn Sigvaldason og Sigríður Þórðardóttir. í æsku kynntist Sigurbjörn öllum þeim erfiðleikum, sem fátækt barn má reyna, en þrátt fyrir það dafn- aði hið andlega ax barnssálarinnar og safnaði kröftum í lífsreynslu bernskusporanna, sem lágu víða um fögur héruð norðan lands, og hin lit- ríka tign íslenzkrar náttúru mun þeg- ar í æsku hafa meitlazt í meðvitund hrifríkrar barnssálar. Ber „BernsU an“, fyrsta barnabók hans, sem er sígilt og einstætt listaverk í íslenzk- urn bókmenntum því órækt vitni. Fimmtán ára að aldri yfirgefur Sigurbjörn bernskuctöðvar sínar, leggur land undir fót og flytur til Reykjavíkur. Nam hann þar riokkru síðar skósmíði. Níu árum síðar, 1902, liggur leið hans aftur til Norður- lands, og þá til Akureyrar. — Hafði hann þar skósmíðavinnustofu um 6 ára skeið. En á þeim árum sendi hann frá sér fyrstu bók sína, — Ijóða- bók, — sem nefndist: Nokkur kvæði, og komu út árið 1906. Ári síðar kem- ur fegursta perla hans, Bernskan, á bókamarkaðinn, og er jafnglitrandi enn í lófa íslenzkrar æsku og hún var fyrir 36 árum, þegar fyrstu eftir- væntingarfullu barnsaugun, fikuðu sig eftir línum hennar. Haraldur Ní- elsson prófessor segir frá því í blað- inu ísafold, árið 1913, með hversu mikilli ákefð börn hans lásu sögur Bernskunnar. Ummæli hans eru þessi m. a.: „Þau lágu yfir þeim öllum stundum og sumar sögurnar lásu þau aftur og aftur þangað til þau kunnu þær utan bókar. Þeim þótti svo gaman, að leiðindin við að læra að lesa, hurfu með öllu“. HEIMAKLETTUR 17

x

Heimaklettur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.