Heimaklettur - 01.12.1943, Side 32
EYJABÁLKUR:
HERSÖNGUR VESTMANNAEYJA 1856
Nú gengur yfir heiminn ógnar skálm-
öld eins og allir vita. Allt logar í eldi og
blýi og við hér norður á hjarta veraldat
komnir inn í hringiðu stríðs og stórpóli-
tískra strauma stórvelda heimsins. Okk-
ur þykir ekki lengur neitt furðulegt þó
við heyrum og sjáum erlenda herflokka
ganga um götur og torg bæja og þorpa
eftir hröðum og taktföstum göngulögum,
það er orðinn daglegur viðburður. En
ósjálfrátt verður manni þá stundum á að
hvarfla huganum langt aftur í tímann
eins og t. d. til áranna 1853—1860 þegar
Vestmannaeyjar áttu sér sinn eigin her-
söng og höfðu hér herflokk, sem æfði
vel og reglulega göngur og annað. Var
það allstór hópur, miðað við fólksfjölda
hér þá, eða 70 manns. Mun flokkur þessi
hafa verið stofnaður með það fyrir aug-
um að reyna að koma í veg fyrir jafn
hörmulega atburði sem Tyrkjaránið
1627. Flokkur þessi var sæmilega að
vopnum búinn á þess tíma vísu og var-
stjórnað af Andreas August Kohl, sem
var sýslumaður í Vestmannaeyjum 1853
til dauðadags 22. janúar 1860. Iíafði
hann verið í landher Dana og hlotið
þar kapteins nafnbót. Hann hafði mik-
inn áhuga fyrir hernaði og hernaðaræf-
ingum og kom hér á fót nefndum her-
flokk. Fékk hann styrk úr ríkissjóði
Dana til viðhalds flokkinum og búa
hann vopnum og einnig lagði J. P. T.
Bryde kaupmaður i Vestmannaeyjum
fram nokkurn styrk til flokksins. En við
dauða kapt. Kohls lognuðust æfingar
þessar niður og eymir nú ekkert eftir af
þeim nema hersöngurinn einn, sem og
einnig var að falla í gleymsku. Það voru
hinir mestu gleðidagar Eyjaskeggja þeg-
ar blásið var og bumbað til æfinga og
fóru þá allir, sem vettlingi gátu valdið,
á „Skansinn“ eða inn á „Brimhóla“ til
að horfa á, en þar fóru æfingarnar fram.
— fyrir nokkrum árum voru til hér ein-
hverjar leifar af fallbyssu, en hvort hún
hefur verið notuð fyrir, eftir eða um
þenna tíma veit ég ekki, og ekki hvað
orðið hefur um leifar þessar. Enginn
mun nú lifandi, sem þátt tók í æfingum
þessum, síðan Olafur Magnússon frá Ný-
borg andaðist, en sagnir herma að hann
hafi tekið þátt í æfingunum að einhverju
leyti.
Hersönginn birti ég hér eftir því sem
ég lærði hann í æsku og vona að einhver
hafi gaman að kynnast honum. Hann er
ortur undir hinu alþekkta danska göngu-
lagi: „Den Gang jeg drog af sted“, og
hljóðar svona:
Allir það vitum vér,
að vænum drengjum ber,
að vernda Iand sitt voða við og vondum ránaskap;
að rækja reglu og frið
og ríkja eining með
og gæta alls sem gagnlegt er í góðum telagsskap,
því það sem einn ei megnar þó aflið reyni sitt.
sjötíu verum vegnar, sem væri ekki neitt;
ef allir ásamt þér,
fyrir ættjörð berjumst vér.
Húrra! — Húrra! — Húrra! —
Allir vitum vær
hvað eining orkað fær,
og að Iand vort enn má binda um blóðug örvasár;
því fyrri alda frægð
24
HEIMAKLETTUR