Heimaklettur - 01.12.1943, Side 33
frá 09s var orðin bægð,
og höfum við því þungan stunið þrátt í mýmörg ár.
En nú er mál að rísa af rökkursvefni senn,
s\ o ölium megum vísa að vorðnir erum menn.
Nú vit við höfum á,
að verja oss og slá.
Húrra! — Húrra! — Húrra! —
Þá komi hver sem má,
at' oss er enginn sá,
sem ei er gæddur góðum hug og giæstum hetjumóð.
Afram, áfram, áfram,
fyrir vort kæra rann.
við skulum sýna að ljúft oss er að láta líí og bióð.
Hina aðra vesla menn sem að ekki voga með
við skulum vernda voða frá og varna við ófrið .
Sjötíu saman við,
er sélegt hjálparlið.
Húrra! — Húrra! •— Húrra! —
Sem betur fór þurfti flokkur þessi
aldrei að verja Eyjarnar fyrir Tyrkjum,
og sem sagt lognaðist hann út af við
dauða Kohls kapteins og var aldrei end-
urskipulagður. Og þar sem svo langt er
um liðið mun nú mjög hæpið að fáist
nokkrar upplýsingar um fyrirkomulag
æfinga eða annan fróðleik um þetta, en
þar sem ég kunni söng þeirra fannst
mér rétt að birta hann og forða frá
gleymsku. AN
í'þróttafélagið Þór 30 ára.
líking, og skal hverjum þeim, er unn-
ið hefur sér þann heiður, að vera
handhafi stærri bikarsins, vera af-
hentur slíkur eftirlíkinga bikar, þeg-
ar sá stærri hefur gengið til annars
manns.
Ennfremur afhenti Haraldur Ei-
ríksson fjárupphæð frá þeim stofn-
endum Þórs, sem enn eru á lífi, og
skyldi henni varið til kaupa á hlut,
sem gengi á milli manna, sem sýndu
mestan áhuga í félagslífinu ár hvert.
Einnig barst Þór bikar frá knatt-
spyrnufélaginu Týr.
Það verður ekki annað sagt um
íþróttafélagið Þór, en að áhuginn
til að efla íþróttaiðkanir og líkams-
rækt, sé hinn sami og fyrir þrjátíu
árum, þegar hornsteinninn var lagð-
ur að stofnun félagsskaparins til ó-
metanlegs gagns fyrir þetta byggð-
arlag, og sýnir það bezt tilgangur
þeirra gjafa, sem félaginu bárust á
þrjátíu ára afmælinu frá stofnend-
um félagsins.
Að síðustu er þess óskað, að starf
Þórs megi verða með sama glæsileik
og hingað til og hin háleita hugsjón,
sem hann hefur helgað sér: að skapa
heilbrigða sál í hraustum líkama,
dvíni aldrei.
F. G. J.
„Þeir hiutir eru til, sem ekki verður lýst og
þar á meðal er sólin“.
Victor Hugo.
Ég hef ekki trú á þeim mönnum, sem láta það
bíða dauða síns að hjálpa öðrum með peningum
sínum.
Georg Eastman.
Hugsanir þínar eru lífseldur þinn. Slokkni þær,
ertu ónýtur, hvort þú ert lifandi eða dauð ir.
Þ. Þ. Þ.
Gargans-spilið (jassinn) verður við líði svo lengi
sem fólkið hlýtir á hljóðfæraslátt með fótur.um í
stað heiians.
John Philip Sousa.
Vér notum aðeins lítinn hluta heiia vors ennþá.
Onotaði hlutinn er ótakmarkaður.
Dr. Charles Mayo.
Eins og dagurinn, sem vel er varið, færir r.ætan
svefn, þannig færir vel notuð ævi sælan dauða.
Leonardo da Vinci.
HIIMAKLETTUR
25