Heimaklettur - 01.12.1943, Síða 34
27. /1. Sökk bélbáturmn Geir goði. Báturinn
var á heimleið úr fiskiróðri um tvær sjómílur
vestur af Þrídröngum, er að honum kom skyndi-
lega mikill leki. Vélbáturinn Glaður kom að hin-
um sökkvandi bát, er komið var kvöld. Gerðu
skipverjar á Glað tilraun til að draga Gfir goða
til lands, en við Þrídranga varð að skera á drátt-
artaugina og sökk Geir innan fárra mínútna.
Tókst skipverjum á Glað að bjarga áhöfn Geirs,
þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Skipstjóri á Glað
var Olafur Sigurðsson frá Skuld. Geir goði var
21 smálest að stærð, byggður í Reykjavík 1925
og eign Tangabátanna h.f. Skipstjóri á Geir goða
var Kristinn Sigurðsson frá Skjaldbreið.
28. /1. Varð það slys, að fjögra ára gamall
drengur varð fyrir bíl og lézt nokkru síðar á
sjúkrahúsinu hér. Drengurinn hét Kristinn Breið-
fjörð og var sonur hjónanna Þorsteinu Þorvalds-
dóttur og Hermanns Jónssonar, Kirkjuveg .53 hér.
Seint í janúar féll Sigurður Einarsson kyndari
á e.s. Snæfell í ,',dokkina“ í Fleetwood og drukkn-
að. Hann var kvæntur og átti tvö börn, 10 og
13 ára.
20./2. Gerði suðvestan aftaka veður með mikl-
um sjógangi. Flestir bátar voru á sjó þennan dag
og höfðu lagt vestur af Þrídröngum. Veðurhæðin
og sjógangurinn var svo mikill, að margir bátanna
urðu að skilja eftir meira og minna af línunni.
Vélbáturinn Ver fékk á sig brotsjó þennan dag,
þegar hann var á heimleið. Allt, sem lauslegt var
ofanþilja, sópaðist burt, er sjórinn reið yfir; ljósa-
útbúnað tók af stýrishúsinu, húsið skekktist sjálft
og' línuspilið gekk úr skorðum. Skipstjóri á „Ver"
er Jón Guðmundsson frá Goðalandi,
28./4. Tók Sparisjóður Vestmannaeyja til
starfa. Forstöðumaður hans er Þorsteinn Þ. Víg-
lundsson, skólastjóri.
11./5. Vetrarvertíð lokið. Sjóveður voru yfir-
leitt óhagstæð og oft aftaka veður. Aflahæsti bát-
ur var v.b. Lagarfoss VE 292. Skipstjóri Jóhann
Pálsson. Aflaði Lagarfoss 420 smálestir af haus-
uðum og slægðum fiski, en það er að verðmæti
kr. 240.000.00, auk lifrar, en ^nagn hennar var
36.000 lítrar.
21./5. Féll Júlíus Kristjánsson fyrir borð af
v.b. Lagarfossi og drukknaði. Báturinn var að
dragnótaveiðum vestur á Selvogsbanka. Júlíus var
ættaður frá Skoruvík á Langanesi.
Isleifur Högnason fyrrv. alþm. ræðst frá 1. júní
sem aðalframkvæmdastjóri til Kaupfélags Revkja-
víkur og nágrennis.
15./7. Sá Magltús Guðmundsson frá Vestur-
húsum hval á floti vestan Heimaeyjar. Brá hami
þegar við og fékk m.b. Emmu til að fara með sig
og athuga hvalinn. Reyndist þetta vera stór búr-
hvalur. Hann var illa útleikinn á annarri hliðinni.
sennilega eftir tundurdufl eða einhverskonar
sprengju. Hvalurinn var dreginn inn á höfn og
síðan norður fyrir Eiði og lagt þar upp í sand.
Ekkert gagn mun hafa orðið af hval þessum.
vegna þess að nokkrum dögum síðar tók hann út
af Eiðinu og hvarf algerlega.
I ágúst var lokið við að steypa utan um ieiðslu
sjóveitunnar um 1500 metra að lengd. Dagana 8.
28
HEIMAKLETTUR