Heimaklettur - 01.12.1943, Qupperneq 35
til 11. ágúst létust níu manns hér í bænum af
völdum áfengiseitrunar.
1./9. Jóhanni Gunnari Olafssyni veitt bæjarfó-
getaembættið á Isafirði og sýslumannsembætti
ísafjarðarsýslu frá 1. okt.
9./9. íþróttafélagið I>ór 30 ára.
I þessum mánuði var keyptur hingað af bæjar-
sjóði fyrsti loftþrýstiborinn, sem hingað hefur
komið. Verð um 30.000.00.
SÍLDVEIÐI.
Aflahæstu skip frá Vestmannaeyjum á síldveið-
unum s.l. sumar voru: Alsey, skipstjóri Óskar
Gíslason, 14614 mál, og Kári og Sjöfn (tveir um
nót), skipstjóri Sigurður Bjarnason, fiskuðu 13775
mál í bræðslu, 660 tunnur í salt.
16./10. Hófst námskeið fyrir verkafólk Hrað-
frystistöðvar Vestmannaeyja, þar sem kenndar
eru þessar námsgreinar: íslenzka, saga, heilsufræði
og enska. Bækur allar og kennslu lætur Hrað-
frystistöðin fólkinu í té að kostnaðarlausu. Senni-
lega er þetta fyrsta verkafólksnámskeið á landi
hér, sem atvinnufyrirtæki rekur á eigin kostnað.
Auk þessa hefur Hraðfrystistöðin úrvals bókasafn
til afnota fyrir starfsfólkið og eru keyptar þangað
allar nýjustu og beztu bækur um leið og þær
koma á bókamarkaðinn. I bókasat'ninu eru nú um
4000 bindi. Eigandi og forstjóri Hraðfrystistöðvar-
innar er Einar Sigurðsson.
NÝSMÍÐI SKIPA.
Þann 6. apríl rann af stokkunum hjá Dráttar-
braut Vestmannaeyja vélskipið Von 11, að stærð
62 br. smálestir með 150 ha. Lister Diesel vél.
Einkennisbókstafir eru VE 113. Yfirsmíði alla ann-
aðist Gunnar M. Jónsson skipasmíðameistari. Eig-
endur eru bræðurnir Guðmundur, sem er skip-
stjóri. Jón og Guðlaugur Vigfússynir frá Iíolti.
SKIPASMÍÐASTÖÐ VESTMANNAEYJA.
A þessu ári hafa runnið af stokkunum hjá
Skipasmíðastöð Vestmannaeyja fjögur ný fiskiskip.
26. febr. \'.b. Haddi VE 50, 7 rúmlestir að stærð.
Eigendur Filipus Árnason og Olafur Ólafsson. 6.
marz v.b. Týr VE 315, um 36 smól. með 116
ha. vél. Eigandi Fram h.f. 3. apríl v.b. Jökull VE
163 um 48 smál. með 144 ha. vél. Eigendur Lárus
og Sveinn Ársælssynir og Steingrímur og Kristján
Björnssynir. Steingrímur er skipstjóri. 27. apríl
v.b. Friðrik Jónsson <VE 115 um 48 smól. með
150 ha. vél. Eigendur Ármann og Kristinn Frið-
rikssynir. Ármann er skipstjóri.
Kostnaðarverð þessara skipa er um 1% milj.
króna. Auk þessa er nú langt komið smíði um
60 smál. skips hjá þessu sama fyrirtæki.
Þessi mikilvirka skipasmiðastöð er enn í
•bernsku, eða aðeins tveggja ára. En þrátt fyrir
stuttan starfsferil eru afköstin mikil.
Auk hinna traustu og fallegu skipa, sem hér
hafa verið nefnd, hefur stöðin smíðað stóran og
mikinn hafnarfleka ca. 35 til 40 smál.
Skipasmíðastöðin hefur dregið á land 74 skip.
og alimörg oftar en einu sinni, svo að alls hefur
hún framkvæmt 130 uppdrætti skipa af stærðinni
5 til 150 smál., og annast stærri og smærri við-
gerðir á þeim. Að staðaldri hafa unnið 25 til 30
menn hjá Skipasmíðastöð Vestmannaeyja þessi
tvö ár, sem hún hefur starfað. Yfirsmiður hjá
fyrirtækinu er Runólfur Jóhannsson og annast
hann alla teikningu á bátum og skipum. Skipa-
smíðastöðin er nú að byggja stórhýsi fyrir hina
umfangsmiklu starfsemi sína. Eigandi þessa fyrir-
tækis er Ársæll Sveinsson útvegsbóndi og hefur
hér sem víðar gætt framtakssemi hans og dugn-
aðar.
STÓRT SKIP.
Helgi Benediktsson lét hefja á þessu ári smíði
hins stærsta skips, sem hér hefur verið lagður
kjölur að, og mun það verða yfir tvö hundruð
rúmlestir. Yfirsmiður er Brynjólfur Einarsson,
BYGGINGAR.
Allmikið hefur verið hér um nýbyggingu húsa
á þessu ári, bæði til xbúðar og iðnaðar. Atta
íbúðarhús munu hafa verið fullgerð og önnur ótta
eru í smíðum, auk þessa var byggð bifreiðastöð
og eitt verzlunarhús. Vestast við Strandveginn
eru þrjú stórhýsi í smíðum, vestast er smíðastöð
sem Skipasmíðastöð Vestmannaeyja er að láta
byggja, þá kemur stórt og veglegt hús, sem Vél-
smiðjan Magni h.f. er að láta reisa og mun það
að mestu fullgert. Austast er hús, sem Dráttar-
braut Vestmannayja h.t’. hefur látið byggja fyrir
iðnað sinn. Þarna vestast við Strandveginn er
jxví að myndast veglegt iðnaðarhverfi, sem nýtur
sín vel við nýsteyptan Strandveginn og verður
prýði bæjarins, samboðið hinum þýðingarmikla
rekstri, sem þarna fer fram.
Þá er mikil viðaukabygging í smíðum austan
vert við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Hrað-
frystistöðin er þegar orðin ein stærsta bygging
bæjarins og samkvæmt teikningu á hún að stækka
um þíiðjung ennþá. Er lítil ástæða að ætla ann-
að, en á næstu árum komist byggingin í það horf,
er teikningin sýnir, því svo mn heita. að stöðug
HEIMAKLETTUR
27