Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 7
Formáli
Með útkomu árbókar þeirrar fyrir árin 1961 — 1963, sem hér birtist og er hin níunda
í röðinni, er gert ráð fyrir, að lokið sé, a. m. k. um sinn, útgáfu árbóka um starfsemi
Tryggingastofnunarinnar.
í lögum þeim um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1963 og
öðluðust gildi 1. janúar 1964, fólst sú breyting, að ekki er lengur skylt að gefa út
árbók, heldur er heimilt í þess stað að birta með öðrum reglubundnum hætti upplýs-
ingar um alla starfsemi stofnunarinnar. í framlialdi af þessari lagabreytingu hefur
samstarfi Tryggingastofnunarinnar við Samband íslenzkra sveitarfélaga um ritstjórn
og efni tímaritsins Sveitarstjórnarmála verið hætt, en jafnframt undirbúin útgáfa
eigin tímarits stofnunarinnar, þar sem birtar verði þær skýrslur, sem hingað til hafa
birzt ýmist í Sveitarstjórnarmálum eða árbókum eða á báðum þessum stöðum.
í fyrsta kafla bókar þessarar er gerð grein fyrir lagasetningu 1961—1963. Síðan
hefur almannatryggingalögum verið breytt þrívegis, þ. e. með lögum nr. 2 28. febrúar
1964, um 15% hækkun á bótum, öðrum en fjölskyldubótum, lögutn nr. 14 15. maí
1964, um iðgjaldagreiðslur af ökumönnum bifreiða, og lögum nr. 20 23. apríl 1965,
um heimild ráðherra til að hækka bætur o. fl. Lög nr. 63 14. desember 1964 um
verðtryggingu launa hafa áhrif á bætur almanna- og atvinnuleysistrygginga og á líf-
eyri úr lífeyrissjóðum, sem ríkissjóður sjálfur eða ríkisfyrirtæki greiða iðgjöld til, og
loks má geta laga nr. 21 21. maí 1964 um breyting á lögum um atvinnuleysistrygg-
ingar, laga nr. 16 24. apríl 1965 um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna, laga nr. 36 10.
maí 1965 um breyting á lögum um ráðstöfun erfðafjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs
til vinnuheimila, laga nr. 46 14. maí 1965 um eftirlaun alþingismanna og laga nr.
47 14. maí 1965 um eftirlaun ráðherra.
I kaflanum um sjúkratryggingar eru birtar skýrslur þær um starfsemi sjúkrasamlaga
árið 1960, sem ekki var unnt að hafa í árbók 1957—1960.
Guðjón Hansen, tryggingafræðingur, tók bókina saman í samráði við forstjóra og
aðra starísmenn stofnunarinnar.
Reykjavík, í júní 1965.
Sverrir Þorbjörnsson.