Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 128

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 128
126 Árið 1960 breyttist fjárhagsgrundvöllur sjúkrasamlaga þannig, að framlag lífeyris- deildar og niðurgreiðsla Útflutningssjóðs, sem átt hafði sér stað frá 1. marz 1959, féll niður, en framlag ríkissjóðs hækkaði í 110% og framlag sveitarsjóðs í 50% af greidd- um iðgjöldum. Lífeyristryggingarnar greiða sjúkrasamlagsiðgjöld elli- og örorkulífeyrisþega, sbr. töflu 11 og töflur 19—21 hér að framan. Frá 1. apríl 1956 gilti hið sama um lífeyris- sjóði, sem viðurkenndir voru af Tryggingastofnuninni, ef lífeyrisþegarnir hefðu ella átt rétt á lífeyri almannatrygginga. Útgjöld sjúkrasamlaga ltafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Þrennt veldur eink- um þessum vexti, þ. e. fjölgun samlagsmanna, almennar verðhækkanir og dýrari lækn- isþjónusta. I töflu 44 eru sýnd meðalútgjöld á hvern samlagsmann í landinu 1959— 1963. Séu árin 1960 og 1963 borin saman, sést, að meðalútgjöld þessi hafa hækkað um 45% á þessum þremur árurn, en samkvæmt vísitöluútreikningi á framfærslukostn- aði hækkuðu vörur og þjónusta um 34% á sama tíma. Liðirnir læknishjálp og sjúkra- kostnaður hækkuðu hvor um sig um 53% og skrifstofukostnaður hækkaði um 55%, en aðrir liðir hækkuðu minna. Við samanburð á árunum 1959 og 1963 verður hækk- unin mun meiri, sbr. töflur 45 og 46, og mest hefur hún orðið hjá sjúkrasamlögum utan kaupstaða. Skipting útgjalda á einstaka gjaldaliði er sýnd í töflu 47. Sést þar, að hlutfalls- lega meiru en áður er varið til greiðslu sjúkrahúskostnaðar, en hluti lyfja hefur farið minnkandi að sarna skapi. Daggjald Landspítalans (ársmeðaltal) var sem hér segir árin 1959—1963: Árið 1959 ............................ kr. 120,83 - 1960 .............................. - 136,67 - 1961 .............................. - 146,67 - 1962 .............................. - 160,00 - 1963 .............................. - 195,00 Daggjöld annarra sjúkrahúsa og hæla hafa hækkað nokkurn veginn í hlutfalli við daggjöld Landspítalans. Miklar breytingar urðu á læknasamningum á tímabili því, sem hér um ræðir. Ilaustið 1961 slitnaði upp úr samningaviðræðum Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Lækna- félags Reykjavíkur, og setti þá ríkisstjórnin bráðabirgðalög um framlengingu samn- inga. Vorið 1962 voru sett tvenn lög, sem áhrif höfðu á greiðslur til lækna. Með lögum nr. 18/1962 var hið lögboðna gjald sjúklings fyrir viðtal og vitjun almennra lækna hækkað, viðtalsgjald úr 5 í 10 krónur og vitjunargjald úr 10 í 25 krónur, og jafnframt var ákveðið, að gjald þetta skyldi greitt hvarvetna á landinu, en áður hafði greiðsla þessi verið bundin við fyrsta verðlagssvæði ásamt einstökum öðrum stöðum, þar sem heimilt var að taka það upp, sbr. lög nr. 28/1959. I öðru lagi var með lög- um nr. 45/1962 gerð sú breyting á læknaskipunarlögum, að fyrir störf héraðslækna í þágu sjúkrasamlaga og annarra greina almannatrygginga skyldi greiðsla fara eftir gjaldskrá, sem landlæknir semur og ráðherra staðfestir, eða samningum, er stéttar- félög lækna eiga annars vegar hlut að fyrir hönd lækna, en sjúkrasamlög eða Trygg- ingastofnun ríkisins hins vegar. Eftir að lög þessi öðluðust gildi, hefur Læknafélag íslands samið við Tryggingastofnunina um greiðslur til héraðslækna. í töflum 48—51 eru útgjöld hinna einstöku kaupstaðasamlaga sundurliðuð. Fæst þar gleggri vitneskja um skiptingu útgjalda eftir hinum ýmsu gjaldaliðum en töflur 40—43 veita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.