Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Side 25
23
62. gr. Bætur skal greiða mánaðarlega eftir á. Þó má greiða sjúkrabætur og dag-
peninga fyrir styttri tíma, og ekki er skylt að greiða eins og tveggja barna fjölskyldu-
bætur oftar en fjórum sinnum á ári. Enn fremur má greiða bætur eftir á fyrir lengri
tíma en einn mánuð, þar sem samgöngur eru erfiðar.
Úrskurðaðar bætur falla niður, ef þær eru ekki sóttar innan 12 mánaða, en úr-
skurða má bætur á ný, ef rökstudd umsókn berst.
63. gr. Nú hafa bótaþega verið greiddar hærri bætur en vera bar samkvæmt lög-
um þessum, og á þá Tryggingastofnunin eða sjúkrasamlag endurkröfurétt á hendur
honum eftir almennum reglum. Má og draga uppliæðina frá bótum, sem bótaþegi
síðar kynni að öðlast rétt til.
Ef greiðsla samkvæmt 1. málsgr. stafar af sviksamlegu atferli bótaþega, getur
Tryggingastofnunin eða sjúkrasamlagsstjórn látið hann endurgreiða allt að tvöfaldri
þeirri fjárhæð, sem ofgreidd var. Hefur þetta engin áhrif á þá refsingu, sem bóta-
þegi að öðru leyti kann að hafa bakað sér.
64. gr. Ef umsækjandi á bótakröfu á hendur manni eða stofnun vegna tjóns, sem
hann eða hún ber ábyrgð á vegna ásetnings eða gáleysis eða samkvæmt ákvæðum
67. gr. umferðarlaga nr. 26/1958, eiga tryggingarnar endurkröfurétt fyrir þeim bót-
um, sem þær hafa innt af hendi vegna tjónsins, án þess að til komi framsal. Endur-
kröfurétturinn gildir þó ekki gagnvart atvinnurekanda, að því er varðar bætur vegna
slysa, er starfsmenn hans verða fyrir, nema hann eða trúnaðarmenn hans hafi valdið
slysinu af ásetningi eða stórfelldu gáleysi.
65. gr. Ef bótaþegi er dæmdur til fangelsisvistar eða á annan hátt úrskurðaður
til dvalar á einhverri stofnun, skulu falla niður allar bætur til hans, meðan hann
dvelst þar, sbr. þó síðustu málsgr. 56. gr.
Tryggingastofnunin getur þó ákveðið að greiða bæturnar, eða hluta af þeim, konu
hans og börnum eða einhverjum þriðja aðila, sem sér um, að bæturnar komi þeim
að sem mestu gagni.
66. gr. Óheimilt er að framselja eða veðsetja bótakröfur samkvæmt lögum þessum,
og ekki má leggja á þær löghald né gera í þeim fjárnám eða lögtak né halda bótafé
til greiðslu opinberra gjalda, annarra en iðgjalda samkvæmt lögum þessum.
65. gr. Nú telur Tryggingastofnun ríkisins vafa leika á um lögheimili bótaþega
eða umsækjanda um bætur, sbr. lög nr. 35 30. maí 1960, og skal hún þá leita úr-
skurðar dómara, enda getur hún beiðzt rannsóknar og úrskurðar með sama hætti og
þjóðskrá og sveitarfélag samkvæmt 14. gr. nefndra laga. Sjúkrasamlög eiga einnig
rétt á að óska rannsóknar og úrskurðar um lögheimili samlagsmanna.
B. Um iðgjöld, innheimtu o. fl.
68. gr. Iðgjöld hinna tryggðu samkvæmt 26. gr. skulu lögð á þar, sem gjaldendur
eiga lögheimili samkvæmt þjóðskrá 1. desember næstan á undan. Tekur álagningin
til þeirra, sem í byrjun gjaklársins hafa náð 16 ára aldri, en yngri eru en 67 ára.
Skattstjóri skal leggja iðgjöldin á og færa þau á skattskrá, sbr. 39. gr. laga nr. 70/
1962, og skulu ákvæði 40. gr. þeirra laga gilda um iðgjöldin eftir því, sem við á. Skal
skattstjóri senda Tryggingastofnun ríkisins eintak af gjaldskrá þeirri, er hann lætur
innheimtumanni í té.