Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Page 61
B. Slysatryggingar.
1. Fjöldi hinna tryggðn.
Árin 1961 — 1963 giltu ákvæði 32. gr. laga nr. 24/1956 um það, hverjir skyldu vera
slysatryggðir, en það voru launþegar, nemendur við iðnnám, útgerðarmenn, sem
sjálfir eru skipverjar, ökumenn á eigin ökutækjum og stjórnendur aflvéla og loks
þeir, sem vinna að björgun manna úr lífsháska.
Með lögum nr. 40/1963 var sú mikilvæga breyting gerð, að atvinnurekendur, sem
starfa að eigin atvinnurekstri, skulu tryggðir, nema þeir taki fram á skattframtali,
að tryggingar sé ekki óskað, og sama gildir um eiginkonur bænda og börn þeirra á
aldrinum 12—16 ára. Þessi ákvæði öðluðust ekki gildi fyrr en 1. janúar 1964.
Engin talning fer fram á slysatryggðum mönnum, og verður því að styðjast við
fjölda vinnuvikna, sem greitt er fyrir hvert ár. Fjöldi vinnuvikna á ári veitir hins
vegar ekki vitneskju um árstíðabundnar breytingar, sem vafalaust eru miklar, og
einnig má gera ráð fyrir, að meðalfjöldi vinnuvikna á mann geti breytzt nokkuð
frá ári til árs. Enn fremur er rétt að hafa í huga þá sérstöðu, sem ökumenn einka-
bifreiða hafa að því leyti, að séu þeir launþegar, er vikufjöldi tvítalinn hjá þeim,
Tafla 28. Tryggingartimi í iðn- og sjómannatryggingu árin 1947—1962,
reiknaður í vikum.
Ár Iðntrygging Sjómanna- trygging Trygg- ingarvikur alls
Einka- bifreiðar Atvinnu- bifreiðar Annað Alls
1947 240 698 212 190 1 630 095 2 082 983 143 811 2 226 794
1948 291 958 236 948 1 605 309 2 134 215 167 840 2 302 055
1949 262 898 230 843 1 601 169 2 094 910 161143 2 256 053
1950 236 141 220 471 1 609 267 2 065 879 154 472 2 220 351
1951 235 951 209 417 1 627 005 2 072 373 173 346 2 245 719
1952 256 029 219 004 1 625 342 2 100 375 183 126 2 283 501
1953 266 751 232 954 1 810 956 2 310 661 176 373 2 487 034
1954 308 559 239 107 1 880 177 2 427 843 176133 2 603 976
1955 411 018 249 668 1 973 654 2 634 340 176 483 2 810 823
1956 450 372 298 644 2 064 695 2 813 711 181 552 2 995 263
1957 509 889 304 015 2 099 848 2 913 752 200 881 3 114 633
1958 547 940 305 716 2 184 444 3 038 100 222 392 3 260 492
1959 573 814 313 003 2 244 824 3131641 220 496 3 352 137
1960 663 411 311 524 2 330 775 3 305 710 242 721 3 548 431
1961 719 395 316 540 2 333 255 3 369 190 233 636 3 602 826
1962 802 810 327 327 2 534 651 3 664 788 223 044 3 887 832