Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 70
C. Sjúkratryggingar.
1. Fjöldi sjúkrasamlaga og samlagsmanna.
Frá árinu 1951 hefur verið skylt að starfrækja sjúkrasamlag í hverjum hreppi
landsins. Urðu samlög þá 226 talsins, en síðan hefur þeim fækkað um þrjú, Sjúkra-
samlag Sléttuhrepps, sem lagt var niður árið 1952, Sjúkrasamlag Eiðaskóla, sem hætti
störfum 1956, og Sjúkrasamlag Grunnavíkurhrepps, sem lagt var niður 1962 í sam-
bandi við sameiningu Snæfjalla- og Grunnavíkurhrepps.
Frá gildistöku alþýðutryggingalaganna frá 1936 hefur fjöldi sjúkrasamlaga verið
sem hér segir:
Árið 1937 .... 9 Árið 1946 151 Árið 1955 .... 225
— 1938 .... 10 — 1947 147 — 1956 .... 225
— 1939 .... 12 — 1948 148 — 1957 .... 224
— 1940 .... 19 — 1949 156 — 1958 .... 224
— 1941 .... 26 — 1950 166 —- 1959 .... 224
— 1942 .... 34 — 1951 .... 226 — 1960 .... 224
— 1943 35 — 1952 226 — 1961 .... 224
— 1944 .... 73 — 1953 .... 225 — 1962 .... 224
— 1945 139 — 1954 .... 225 — 1963 .... 223
Talning á þeim, sem sjúkrasamlagsréttinda njóta, hefur aldrei farið fram. Fjöldi
samlagsmanna hefur því árlega verið reiknaður út fyrir hvert samlag, þannig að
deilt er með ársiðgjaldi í iðgjaldatekjur samlagsins á árinu. Mismunandi innheimtu-
árangur frá ári til árs, lokun ársreikninga á mismunandi tímum og jafnvel iðgjalda-
breytingar, sem fyrir hefur komið, að framkvæmdar væru án staðfestingar, geta
valdið því, að slíkur útreikningur sýni ekki réttan fjölda í einstökum samlögum, og
séu iðgjöld ekki greidd á sjálfu gjaldárinu, geta mjög almennar iðgjaldabreytingar
haft nokkur áhrif á reiknaðan heildarfjölda í sjúkrasamlögunum. Er því rétt að
gæta nokkurrar varúðar við túlkun talna í þeim yfirlitstöflum, sem styðjast við fjölda
samlagsmanna.
I töflu 37 eru sýnd iðgjöld sjúkrasamlaga 1960—1963 og fjöldi samlagsmanna á
sama tímabili, reiknaður á framangreindan hátt.
Hlutfallið milli hins reiknaða fjölda samlagsmanna og fólks yfir 16 ára aldri
hefur hækkað nokkuð á undanförnum árum. Arið 1955 var fjöldi samlagsmanna
þannig 92,4% af meðalmannfjölda á Jressum aldri, 93,6% árið 1960 og 95,1% árið
1963. Orsökin er vafalaust fyrst og fremst sú, að frá 1. apríl 1956 hefur fólk 67 ára
og eldra verið tryggingarskylt, en áður var því í sjálfsvald sett, hvort það var sjúkra-
tryggt. Þótt tillit sé tekið til, að samlagsmannatalan er heldur lág vegna sjálfrar
reikningsaðferðarinnar, enn fremur að iðgjöld eru ekki greidd fyrir þá, sem dveljast
í sjúkrahúsi eða hæli á kostnað ríkisframfærslunnar, né fyrir þá, sem sjúkratryggðir
eru erlendis, vantar samt enn nokkuð á, að allir landsmenn séu í réttindum.