Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Síða 22
20
lags síns, og má þá lækka dagpeninga hans um allt að þriðjung, e£ hann á heimili
sínu hefur fyrir öðrum að sjá, ella allt að 2/3 hlutum. Dagpeningar húsmóður, sem
ekki hefur unnið utan heimilis, lækka þó ekki frá því, sem ákveðið er í næstu máls-
grein hér á undan.
Nú greiðir vinnuveitandi laun í veikindaforföllum, og renna þá dagpeninga-
greiðslur samkvæmt 4. málsgr. þessarar greinar til vinnuveitandans þann tíma, þó
aldrei hærri greiðsla en sem nemur 3/ hlutum launanna.
Dagpeningar eru ekki greiddir þeim, sem í verkfalli á, nema liann hafi átt rétt
til dagpeninga, áður en verkfall hófst.
51. gr. Leita skal staðfestingar Tryggingastofnunar ríkisins á samningum, sem
sjúkrasamlög gera við lækna, lyfjabúðir og sjúkrahús um greiðslur til fullnægingar
ákvæðum 49. gr. Samningar, sem gilda fyrir samlög almennt eða tiltekinn flokk sam-
laga, eru þó að jafnaði gerðir af Tryggingastofnuninni fyrir hönd viðkomandi samlaga.
Sé um að ræða héraðslækni, sem situr í kauptúni eða kaupstað, getur sjúkrasamlag á
þeim stað með samþykki Tryggingastofnunarinnar krafizt þess, að hann taki að sér að
gegna heimilislæknisstörfum gegn föstu gjaldi. Takist samningar ekki, ákveður heil-
brigðisstjórnin greiðsluna með tilliti til gjaldskrárinnar eða gildandi samninga um
heimilislæknisstörf á samsvarandi stöðum.
Náist ekki samkomulag við lækna, skal gerðardómur ákveða samningskjörin. Til-
nefna samningsaðilar einn gerðarmann hvor, en Hæstiréttur skipar oddamann. Verði
gerðardómur ekki fullskipaður, fellur niður veiting bóta, eftir því sem við á, sam-
kvæmt 49. gr. b. og c., en iðgjöld hinna tryggðu lækka að sama skapi, enda skal þá
framlag ríkissjóðs og sveitarsjóðs til samlagsins samkvæmt 55. gr. ekki lækka, nema
tryggingaráð leggi það til og ráðherra samþykki. Þó skal sjúkrasamlagsstjórn heim-
ilt að ákveða, að fengnu samþykki tryggingaráðs, í stað þess að lækka iðgjöldin að
verja því fé, sem sparast við það, að bætur eru ekki veittar samkvæmt 49. gr. b. og c.,
til hagsbóta hinum tryggðu með þátttöku í lækniskostnaði eða á annan hátt.
Ef ekki næst samkomulag við opinber sjúkrahús um daggjald, ákveður heilbrigð-
ismálaráðuneytið daggjaldið í einu lagi fyrir sjúkrahúsvist og þjónustu. A sama liátt
skal heilbrigðismálaráðuneytið, ef Tryggingastofnunin óskar þess, ákveða daggjald,
er opinberu sjúkrahúsi sé rétt að taka af utanhéraðsmönnum, enda þótt ekki hafi
verið leitað samninga um það. Sé um einkasjúkrahús að ræða, getur Tryggingastofn-
unin ákveðið, að samlag endurgreiði sjúklingum tiltekna upphæð fyrir hvern legu-
dag upp í kostnaðinn.
Breyting á daggjaldi opinbers sjúkrahúss tekur ekki gildi fyrr en að tveim mán-
uðum liðnum frá því, að hún er tilkynnt Tryggingastofnuninni eða hlutaðeigandi
samlögum.
52. gr. Nú er samlagsmanni nauðsyn að leita sér lækninga utan samlagssvæðis,
og skal þá samlag hans greiða kostnað af því, eftir því sem nánar er ákveðið í sam-
þykktum þess.
Ef tryggður maður veikist eða verður fyrir slysi, þegar hann er staddur utan sam-
lagssvæðis síns, á hann rétt á endurgreiðslu sjúkrakostnaðar, þó eigi hærri upphæð
en kostnaðurinn hefði numið á samlagssvæðinii. Þetta nær þó ekki til þeirra, sem
samkvæmt milliríkjasamningum öðlast rétt til sjúkrahjálpar í öðru landi vegna dvalar
þar, að því er varðar þá sjúkrahjálp, sem samningarnir fjalla um.
53. gr. Nú flyzt samlagsmaður búferlum í umdæmi annars sjúkrasamlags, og verð-
ur hann þá tryggingarskyldur í samlagi því, er þar starfar.