Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Qupperneq 20
18
heildarskýrslu um rekstur þeirra og efnahag og senda Tryggingastofnuninni
hvort tveggja árlega.
d. Að vera Tryggingastofnun ríkisins til aðstoðar og leiðbeiningar varðandi trygg-
ingamál í umdæminu.
Rekstrarkostnaði héraðssamlags og sjúkrahúskostnaði, sem það tryggir, skal skipt
milli hlutaðeigandi sjúkrasamlaga í hlutfalli við fjölda samlagsmanna. Skulu reikn-
ingsskil milli sjúkrasamlaga og héraðssamlaga fara fram eigi sjaldnar en einu sinni
á ári.
46. gr. Framlag ríkissjóðs til sjúkratrygginganna samkvæmt 55. gr. greiðir Trygg-
ingastofnun ríkisins til héraðssamlaganna, þar sem þau eru, ella til hlutaðeigandi
sjúkrasamlags.
Héraðssamlag greiðir hverju sjúkrasamlagi innan héraðssamlagsins sinn hluta fram-
lagsins að frádregnum sjúkradagpeningum, sem stjórn sjúkrasamlagsins hefur úr-
skurðað, og þeim hluta rekstrarkostnaðar samlagsins og sjúkrahúskostnaðar, sem það
tryggir, er í hlut sjúkrasamlagsins kemur samkvæmt 45. gr.
B. Bætur.
47. gr. Sérhverjum manni, karli eða konu, 16 ára eða eldri, er skylt að tryggja sér
rétt til bóta, er sjúkratryggingin veitir, með greiðslu iðgjalda samkvæmt 54. gr. í
því samlagi, er starfar þar, sem hann á lögheimili. Undanþegnir tryggingarskyldunni
eru þeir, sem haldnir eru sjúkdómi, sem lög nr. 78/1936, um ríkisframfærslu sjúkra
manna og örkumla, taka til, á meðan þeir dveljast í sjúkrahúsi eða hæli á kostnað
ríkisframfærslunnar.
Börn samlagsmanna, þar með talin stjúpbörn og fósturbörn, yngri en 16 ára, sem
eru á framfæri þeirra, eru sjúkratryggð með þeim. Sömu aðstöðu og fósturbörn skulu
í þessu sambandi hafa börn, sem fara til dvalar um ótiltekinn langan tíma á heimili
samlagsmanns, hvort sem greitt er með þeim eða ekki og hver sem foreldraráðin
hefur að lögum. Séu foreldrar (fósturforeldrar) samvistum, njóta börnin fullra rétt-
inda, ef hvorugt foreldranna er í vanskilum við samlagið, en hálfra réttinda, ef annað
er í vanskilum, sbr. þó lög nr. 68 27. apríl 1962. Séu foreldrarnir ekki samvistum,
fylgir barnið tryggingu þess, sem foreldraráðin hefur.
48. gr. Þeir, sem verða samlagsmenn þegar við 16 ára aldur eða flytjast milli
samlaga samkvæmt 53. gr., öðlast réttindi án biðtíma. Biðtími annarra, þar á meðal
þeirra, sem misst hafa réttindi vegna vanskila, sbr. 74. gr., skal að jafnaði vera 6
mánuðir frá því, að iðgjaldagreiðsla þeirra hófst. Heimilt er þó að ákveða annan bið-
tíma í samþykktum samlags, svo og að biðtími skuli, ef iðgjaldsskuld er greidd að
fullu, aðeins gilda um rétt lil sjúkrahúsvistar og dagpeninga. Maður, sem verður
tryggingarskyldur að aflokinni dvöl í sjúkrahúsi eða hæli, sbr. 1. málsgr. 47. gr., fær
jtó full réttindi án biðtíma.
49. gr. í samþykktum sjúkrasamlaga skal tekið fram, hverra réttinda samlagsmenn
njóta. Ætíð skal þó sjúkrasamlag veita þá hjálp, sem hér er talin:
a. Ókeypis vist að ráði samlagslæknis í sjúkrahúsi, sem samlagið hefur samning við,
eins lengi og nauðsyn krefur, ásamt læknishjálp og lyfjum. svo og annarri þjón-
uslu, sem sjúkrahúsið veitir. Samlag greiðir þó ekki sjúkrahúsvist lengur en 5
vikur alls vegna ellikramar og alvarlegra, langvinnra sjúkdóma, sem lög nr.
78/1936 taka til.