Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Síða 11
9
II. KAFLI
Lífeyrist rygginga r.
A. Almenn ákvæði.
10. gr. Rétt til bóta frá lífeyristryggingunum með þeirn skilyrðum, sem sett eru í
lögum þessum, eiga:
a. Islenzkir ríkisborgarar, sem lögheimili eiga hér á landi, enda hafi umsækjandi
um bætur eða sá, sem bótaréttur er tengdur við, átt hér lögheimili a. m. k. 10
ár eftir 16 ára aldur eða 5 síðustu árin, áður en umsókn er lögð fram. Slíks lág-
markstíma skal þó ekki krafizt, þegar um er að ræða örorkulífeyri manns, sem hafði
óskerta starfsorku, er hann tók hér lögheimili, fjölskyldubætur, mæðralaun eða
fæðingarstyrk, og heimilt er tryggingaráði að víkja frá tímaákvæðunum í öðrum
tilvikum, ef sérstaklega stendur á. Dveljist maður erlendis og eigi þar rétt til
bóta samkvæmt milliríkjasamningum eða alþjóðasamþykktum, sem ísland er
aðili að, skal hann ekki samtímis njóta tilsvarandi bóta hér á landi.
b. Islenzkir ríkisborgarar, sem lögheimili eiga crlendis, ef í milliríkjasamningum
eða alþjóðasamþykktum, sem Island er aðili að, er kveðið á um áframhaldandi
bótagreiðslur eftir að lögheimili á íslandi er sleppt.
c. Erlendir ríkisborgarar, sem samkvæmt ákvæðum milliríkjasamninga um gagn-
kvæmar tryggingar, sem Island er aðili að, eða alþjóðasamþykkta, sem fullgiltar
hafa verið af íslands hálfu, eiga sarns konar rétt og íslenzkum ríkisborgurum er
veittur samkvæmt stafliðum a. og b.
B. Bætur.
11. gr. Lífeyristryggingarnar taka til ellilífeyris, örorkulífeyris, makabóta, fjöl-
skyldubóta, barnalífeyris, mæðralauna, fæðingarstyrks, ekkjubóta og ekkjulífeyris.
12. gr. Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára eða eldri.
Árlegur ellilífeyrir einstaklings skal vera sem hér segir:
Ef lífeyrir er fyrst tekinn frá 72 ára aldri eða síðar ................ kr. 30 480.00
- - - - - - 71 - - - - - 27 360.00
- - - - - - 70 - - - - - 24 360.00
- - - - - - 69 - - - - - 22 080.00
- - - - - - 68 - - - - - 19 800.00
- - - - - - 67 - - - - - 18 240.00
Hækkun lífeyris vegna frestunar fram yfir 67 ára aldur skal ekki veitt, nema um-
sækjandi hafi þann tíma átt lífeyrisrétt hér á landi eða í landi, sem samið er við urn
gagnkvæman rétt til ellilífeyris. Frestun á töku lífeyris telst lokið, þegar hlutaðeig-
anda er úrskurðaður ellilífeyrir í fyrsta sinn.
Lífeyrir hjóna, sem bæði fá lífeyri, skal nema 90% af lífeyri tveggja einstaklinga.
Heimilt er þó að úrskurða hvoru hjónanna um sig einstaklingslífeyri, ef þau eru
eigi samvistum af heilsufarsástæðum eða öðrum ástæðum, er tryggingaráð metur
jafngildar.
Nú andast maður, sem frestað hefur töku lífeyris fram yfir 67 ára aldur, og lætur
eftir sig maka á lífi, og skal þá hinn eftirlifandi maki til viðbótar eigin ellilífeyri
eiga rétt á þeirri hækkun, sem hinn látni átti rétt á vegna frestunar, sem átt hafði
sér stað eftir 1. janúar 1961.