Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 131
129
Við samanburð milli hinna einstöku kaupstaðasamlaga er rétt að hafa í huga, að
samningar við lækna eru mismunandi. Víðtækastir eru þeir samningar í Reykjavík,
en þar taka þeir til heimilislæknishjálpar, sérfræðilæknishjálpar utan sjúkrahúsa og
læknishjálpar í þeim sjúkrahúsum, þar sem hún er ekki innifalin í daggjaldi. I
Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi, ísafirði, Siglufirði, Akureyri og Vest-
mannaeyjum eru samningar um heimilislæknisstörf með svipuðu sniði og í Reykja-
vík. Greiðslur hafa hins vegar verið lægri en í Reykjavík (nema í Kópavogi), en það
bil hefur þó sífellt mjókkað. Á Sauðárkróki, Ólafsvík, Húsavík, Seyðisfirði og Nes-
kaupstað hafa lieimilislæknisstörfin að mestu eða öllu leyti hvílt á héraðslæknum,
og hafa þar gilt aðrar reglur um greiðslur.
Samkvæmt almannatryggingalögunum frá 1956 bar sjúkrasamlögum frá 1. janúar
1957 að veita sjúkradagpeninga, en í lögunum er einungis tiltekið lágmark þeirra
og hámark. Lágmarkið miðaðist við sjúkradagpeninga, eins og þeir voru i árslok
1956 á öðru verðlagssvæði, og drógust bótafjárhæðir þessar aftur úr i sambandi
við ýmsar hækkanir, sem urðu á öðrum bótum, einkum þó við afnám verðlags-
svæðaskiptingar í árslok 1962.
Lágmark sjúkradagpeninga árin 1961—1963 var sem hér segir:
Fyrir hvert barn
Einhleypir Giftir allt aS þremur
Janúar—júní 1961 ........... kr. 24,00 kr. 30,00 kr. 6,00
Júlí 1961-maí 1962 ......... - 27,30 - 34,15 - 6,85
Júní 1962-júní 1963 ........ - 28,40 - 35,50 - 7,10
Júlí—desember 1963 ......... - 32,67 - 40,83 - 8,17
Með lögum nr. 40/1963 var lágmark sjúkradagpeninga hækkað mjög, og kom sú
hækkun til framkvæmda 1. janúar 1964. Hámark sjúkradagpeninga hefur frá 1957
verið jafnt slysadagpeningum, sbr. bls. 63 hér að framan. Flest hinna smærri sam-
laga munu jafnan hafa greitt lágmarksdagpeninga, en hjá stærstu samlögunum hafa
dagpeningar verið mun hærri. Hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur voru þeir árið 1963
kr. 64,00 fyrir einhleypa, kr. 72,00 fyrir gifta og kr. 8,00 fyrir hvert barn, allt að
þremur.
9