Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 16
14
31. gr. SlysatryggSir samkvæmt lögum þessum eru:
a. Launþegar.
b. Nemenclur við iðnnám samkvæmt lögum nr. 46/1949.
c. Stjórnendur aflvéla og ökutækja, er þeir hafa umráð yfir, sbr. 5. málsgr. 40. gr.
d. Utgerðarmenn, sem sjálfir eru skipverjar.
e. Þeir, sem vinna að björgun manna úr lífsháska eða vörnum gegn yfirvofandi
meiri liáttar tjóni á verðmætum.
Launþegi telst hver sá, sent tekur að sér vinnu gegn endurgjaldi án þess að vera
sjálfur atvinnurekandi í því sambandi, hvort sem um er að ræða tímakaup, föst laun,
aflahlut eða greiðslu fyrir ákvæðisvinnu.
Undanskilin slysatryggingu samkvæmt þessari grein er lausavinna, sem ekki er í
sambandi við atvinnurekstur né hefur í för með sér sérstaka áiiættu. Með reglugerð
skal ákveða nánar, hvað telja skuli lausavinnu í þessu sambandi.
Maki atvinnurekanda og börn hans, yngri en 16 ára, teljast ekki launþegar sam-
kvæmt þessari grein.
32. gr. Eftirtöldum mönnum skulu tryggðar slysabætur samkvæmt lögum þessum,
nema tekið sé fram á skattframtali í byrjun árs, að tryggingar sé ekki óskað:
a. Atvinnurekendum í landbúnaði, sem vinna landbúnaðarstörf, mökum þeirra og
börnum á aldrinum 12—16 ára.
b. Atvinnurekendum, sem starfa að eigin atvinnurekstri í öðrum atvinnugreinum.
c. Launþegum, sem að staðaldri vinna störf, sem falla undir ákvæði 3. málsgr. 31.
greinar.
Atvinnurekendur samkvæmt b-lið geta try’ggt mökum sínum og börnum innan 16
ára, sem með þeim starfa að atvinnurekstrinum, rétt til slysabóta með því að skrá
á skattframtal í byrjun hvers árs ósk þar að lútandi. Sama gildir um börn atvinnu-
rekenda í landbúnaði innan 12 ára aldurs.
tí. Bætur.
33. gr. Slysatryggingarnar taka til sjúkrahjálpar, dagpeninga, örorkubóta og dán-
arbóta.
34. gr. Ef bótaskylt slys veldur sjúkleika og vinnutjóni minnst 10 daga, skal greiða
hinum slasaða nauðsynlega læknishjálp og sjúkrahúsvist frá þeim tíma, er slysið
vildi til, svo og nauðsynlegan lyfja- og umbúðakostnað. Læknishjálp og sjúkrahúsvist
greiðist eftir gjaldskrá, sem staðfest er af heilbrigðismálaráðuneytinu, ef ekki er öðru-
vísi um samið. Auk þess er heimilt að greiða fyrir sjúkraleikfimi, hjúkrun í heima-
húsum og flutning á slösuðum mönnum fyrst eftir slys, enda séu slíkar aðgerðir
taldar nauðsynlegar að dómi tryggingayfirlæknis.
Nú veldur slys ekki óvinnuhæfni í 10 daga, en hefur þó í för með sér sjúkrakostnað,
sem ekki fæst greiddur af hlutaðeigandi sjúkrasamlagi, og getur þá tryggingaráð
heimilað greiðslu á slíkum kostnaði í hverju einstöku tilfelli.
35. gr. Dagpeningar greiðast frá og með 8. degi eftir að slysið varð, enda hafi
hinn slasaði verið óvinnufær í minnst 10 daga. Dagpeningar greiðast þangað til hinn
slasaði verður vinnufær, úrskurður er felldur um varanlega örorku hans eða hann
deyr, þó ekki lengur en 52 vikur.
Tryggingaráði er heimilt að ákveða, að dagpeningar skuli greiddir lengur, einkum