Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 12
10
13. gr. Rétt til örorkulífeyris eiga þeir menn á aldrinum 16—67 ára, sem eru ör-
yrkjar til langframa á svo háu stigi, að þeir eru ekki færir um að vinna sér inn
þess, er andlega og líkamlega heilir menn eru vanir að vinna sér inn í því sama
héraði við störf, sem hæfa líkamskröftum þeirra og verkkunnáttu og sanngjarnt er
að ætlast til af þeim, með hliðsjón af uppeldi og undanfarandi starfa.
Heimilt er Tryggingastofnuninni að verja allt að 10% þeirrar heildarfjárhæðar,
sem árlega er greidd í örorkulífeyri samkvæmt 1. málsgr. þessarar greinar, til greiðslu
örorkustyrkja handa þeim, sem misst hafa 50—75% starfsorku sinnar. Tryggingaráð
setur reglur um slíkar greiðslur, sem ráðherra staðfestir.
Tryggingayfirlæknir metur örorku þeirra, sem sækja um örorkubætur.
Arlegur örorkulífeyrir skal vera kr. 18 240.00, og greiðist hann eftir sörnu reglum
og ellilífeyrir, eftir því sem við getur átt.
14. gr. Greiða má maka elli- og örorkulífeyrisþega makabætur allt að 80% ein-
staklingslífeyris, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi.
75. gr. Fjölskyldubætur eru greiddar með öllum börnum yngri en 16 ára. Skulu
þær greiddar þeim, sem foreldraráðin hafa, eða þeim öðrum, sem annast framfærslu
barnanna, nema meðlagsgreiðandi, sem greiðir meira en lágmarksmeðlag, óski eftir,
þá er heimilt að draga helming fjölskyldubótanna frá meðlagsgreiðslunni, þó aldrei
svo, að meðlagið verði lægra en lágmarksmeðlag.
Arlegar fjölskyldubætur með hverju barni skulu vera kr. 3 000.00.
16. gr. Barnalífeyrir er greiddur með börnum yngri en 16 ára, ef faðirinn er
látinn eða er örorkulífeyrisþegi.
Sömu réttarstöðu hafa kjörbörn og stjúpbörn, þegar eins stendur á.
Þó er ekki greiddur barnalífeyrir með stjúpbörnum, sem eiga framfærsluskyldan
föður á lífi, eða með kjörbörnum, nema þau hafi verið á framfæri hins látna eða
örorkulífeyrisþegans a. m. k. 2 síðustu árin, áður en lífeyrisréttur gat stofnazt. Þó er
tryggingaráði heimilt að stytta þessa fresti, ef sýnt þykir, að ættleiðingin standi ekki
í sambandi við væntanlegan bótarétt.
Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ekkli allt að fullum barnalífeyri, ef fráfall
eiginkonu veldur tilfinnanlegri röskun á afkomu hans. Sama gildir um ellilífeyris-
þega, einstæða móður, sem er öryrki, svo og hjón, sem verða fyrir verulegum tekju-
missi eða útgjaldaaukningu sökum örorku eiginkonu.
Barnalífeyrir greiðist móður eða foreldrum barnanna, enda séu þau á framfæri
þeirra, eða þeim öðrum, er annast framfærslu þeirra að fullu.
Árlegur barnalífeyrir með hverju barni skal vera kr. 8 400.00.
Heimilt er að hækka barnalííeyri vegna munaðarlausra barna um allt að 100%.
Sama gildir, ef annað foreldri er látið, en hitt öryrki.
77. gr. Mæðralaun skulu greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum,
sem hafa börn undir 16 ára aldri á framfæri sinu.
Árleg mæðralaun skulu vera sem hér segir:
Með einu barni ................................. kr. 1680.00
Með tveimur börnum ............................. — 9120.00
Með þremur börnum eða fleiri ................... — 18240.00
18. gr. Fæðingarstyrkur skal vera kr. 4 000.00 við hverja fæðingu.