Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Side 29
27
Ráðherra ákveður með reglugerð nánari tilhögun á tryggingum samkvæmt þessari
grein, þar á meðal, að hve miklu leyti skuli endurtryggja þá áhættu, sem Trygginga-
stofnunin tekur á sig.
83. gr. Heimilt er ráðherra að semja við erlendar tryggingastofnanir um gagn-
kvæm réttindi íslenzkra og erlendra þegna um þau hlunnindi, sem almannatrygging-
arnar veita.
84. gr. Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um framkvæmd þessara laga að
fengnum tillögum Tryggingastofnunarinnar.
85. gr. Brot gegn lögum þessum og reglugcrðum, settum samkvæmt þeim, varða
sektum allt að 25 000.00 krónum til Tryggingastofnunar ríkisins, og skal fara með
þau að hætti opinberra mála.
86. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1964. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 24/
1956, lög nr. 13/1960, lög nr. 86/1960, lög nr. 95/1961, lög nr. 18/1962 og lög nr.
89/1962.
Akvœði til bráðabirgða.
Elli-, örorku-, ekkju- og barnalífeyrir, sem vegna afnáms 2. málsgr. 11. gr. laga
nr. 24/1956 verður greiddur eftir 1. janúar 1964, skal koma til frádráttar tilsvarandi
lífeyri úr viðkomandi lífeyrissjóði. Þegar ákveða skal ellilífeyri sjóðfélaga, sem nýtur
eftirlauna úr sjóðnttm í árslok 1963, skal frestun, sbr. 2. og 3. ntálsgr. 12. gr., reiknuð
eftir því, hvenær eftirlaun úr sjóðnum voru úrskurðuð í fyrsta sinn.
Þegar niður fellur í árslok 1963 iðgjaldslækkun samkvæmt 85. gr. laga nr. 24/1956,
skulu félagsmenn þeirra lífeyrissjóða, sem þar um ræðir, eiga kröfu á, að lífeyris-
sjóðirnir endurgreiði þeim frá sama tíma 70% iðgjalds til lífeyristrygginga, sbr. 23.
og 26. gr.
Lífeyrissjóðir þeir, sem nefndir eru í 2. málsgr., skulu greiða lífeyristryggingunum
með vöxtum iðgjöld þau, er sjóðfélagarnir hafa fengið undanþágu frá að greiða,
en að frádregnum þeim lífeyri, sem sjóðirnir hafa sparað tryggingunum að greiða.
Ráðherra setur nánari reglur um, hvernig uppgjöri þessu við Tryggingastofnunina
og útreikningi skuli hagað, og má dreifa greiðslum með jöfnum árgreiðslum á allt
að 10 ár.
Með breytingum á reglugerð lífeyrissjóðs, sem notið hefur viðurkenningar Trygg-
ingastofnunar ríkisins, er heimilt að ákveða, að sjóðurinn verði eftir 1. janúar 1964
viðbótarsjóður við almannatryggingar, þannig að frádráttur lífeyris og endurgreiðsla
iðgjalds til sjóðfélaga, sbr. 1. og 2. málsgr. þessarar greinar, falli niður, er reglur
sjóðsins um bætur og iðgjöld hafa verið endurskoðaðar.
2. Lög nr. 72 9. desember 1963 um hækkun
á bótum almannatrygginganna.
1. gr. Bætur samkv. lögum nr. 24/1956, um almannatryggingar, sbr. lög nr. 13/
1960, um breyting á þeim lögum, lög nr. 86/1960, um bráðabirgðabreyting sömu Iaga,
lög nr. 95/1961, um hækkun á bótum almannatrygginganna, og lög nr. 89/1962, um