Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Qupperneq 153
151
Hjá lögskráðum sjómönnum fer gjaldár og starfsár saman, en af öðrum er iðgjald
greitt samkvæmt vinnuviknafjölda árið áður.
Framlag sveitarfélaga svarar til iðgjalda atvinnurekenda, en framlag ríkissjóðs til
tvöfaldra iðgjalda. Mismunurinn á iðgjöldum atvinnurekenda og framlagi sveitarfé-
laga í töflu 54 stafar af því, að 5% af iðgjöldum eru færð í afskriftasjóð, en frá og
með árinu 1960 er færð til baka úr afskriftasjóði fjárhæð sú, sem í hann hefur verið
lögð fjórum árum áður, að frádregnu því fé, sem endanlega hefur þurft að afskrifa.
I lögunum frá 1956 var tiltekið lágmark og hámark atvinnuleysisbóta. Með lögum
nr. 4/1959 var ráðherra veitt heimild til að hækka mörk þessi í samræmi við breyt-
ingar á almennum dagvinnutaxta Dagsbrúnarmanna. Til ársloka 1963 hafði þessi
heimild verið notuð þrívegis, og voru bætur ákveðnar sem hér segir:
Einhleypir Giftir Hvert barn allt að þremur
kr. kr. kr.
Augl. nr. 191 11/12 1959:
Lágmark 24,00 30,00 6,00
Hámark 52,00 60,00 8,00
Augl. nr. 8 9/2 1962:
Lágmark 26,40 33,00 6,60
Hámark 57,20 66,00 8,80
Augl. nr. 54 18/3 1963:
Lágmark 30,00 38,00 8,00
Hámark 66,00 76,00 10,00
Mikill hluti verkalýðsfélaga hefur í reglugerð ákveðið að greiða hámarksbætur.
Verðbréfaeign Atvinnuleysistryggingasjóðs jókst úr 54,9 millj. kr. í árslok 1960 í
218 millj. kr. í árslok 1963. Á árinu 1962 námu lánveitingar 62,7 millj. kr., er skipt-
ust þannig:
Til raf- og hitaveitna ................................... 8,0 millj. kr.
Til hafnargerða og vatnsveitna .......................... 14,0 — —
Til íbúðabygginga ....................................... 22,1 — —
til hraðfrystihúsa, togara og verksmiðja ................ 13,8 — —
Til annarra þarfa ........................................ 4,8 — —