Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 28

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 28
26 78. gr. Ráðherra getur ákveðið, að lífeyrisdeild greiði: a. Kostnað vegna yfirstjórnar Tryggingastofnunarinnar á sjúkratryggingamálum. b. Gjald fyrir rannsóknir, sem Tryggingastofnunin semur um við opinberar rann- sóknarstofur, að þær annist fyrir sjúkrasamlögin. c. Kostnað samkvæmt milliríkjasamningum vegna sjúkrahjálpar til erlendra ríkis- borgara, sem dveljast hér um stundarsakir. d. Allt að einni milljón króna á ári til sjúklinga i utanfararstyrki, sem framlag er ákveðið til í fjárlögum, í framlög til læknisvitjanasjóða, er starfa samkvæmt lög- um nr. 59/1942, og sjúkrasamlaga, sem verða fyrir óvenjulegum gjöldum vegna sjúkraflutninga og læknisvitjana og starfa í héruðum, þar sem ekki eru læknis- vitjanasjóðir. Uthlutun fjárins ákveður tryggingaráð að fengnum tillögum land- læknis, nema að því er varðar framlög til sjúkrasamlaga. 79. gr. Mæður, sem fá úrskurð yfirvalds um meðlag með börnum sínum, geta snúið sér til Tryggingastofnunar ríkisins með úrskurðinn og fengið meðlagið greitt þar til 16 ára aldurs barnsins án tillits til þess, hvort þær ganga í hjónaband eða ekki. Aldrei greiðir Tryggingastofnunin þó hærri fjárhæð en sem nemur barnalífeyri samkvæmt 16. gr. Þegar Tryggingastofnunin greiðir meðlag samkvæmt 1. málsgr., á hún endurkröfu- rétt á hendur barnsföður, og fer um innheimtu slíkrar kröfu eftir 76. gr. framfærslu- laga. Innheimtumaður, sem annast innheimtu á endurgreiðslukröfu vegna meðlags, get- ur leitað aðstoðar lögreglunnar til þess að ná til skuldarans. Verði vanskil af hálfu meðlagsskylds aðila, skal innheimta kröfuna hjá framfærslu- sveit hans, og telst fjárhæðin framfærslustyrkur, veittur honum. Eignast Trygginga- stofnunin að öllu leyti sama rétt á hendur framfærslusveit föður og dvalarsveit móð- ur hefur samkvæmt framfærslulögum, þar með talinn sá réttur að leita yfirvaldsúr- skurðar um sveitfesti barnsföður samkvæmt 76. gr. framfærslulaga. Skal Trygginga- stofnunin svo fljótt sem verða má og eigi síðar en innan 12 mánaða frá greiðslu meðlagsins bera fram kröfu um endurgreiðslu á hendur framfærslusveit barnsföður, og skal hún þá greiða skuldina innan 6 mánaða frá móttöku kröfunnar. Nú vanrækir framfærslusveit að sinna kröfunni, og getur þá Tryggingastofnunin krafið ríkissjóð greiðslu samkvæmt 50. gr. framfærslulaga, en þó skulu slíkar kröfur gerðar eigi síðar en tveim árum eftir, að krafan hefur verið send framfærslusveit. Nánari ákvæði um endurgreiðslu setur ráðuneytið með reglugerð. Ákvæði þessarar greinar skulu gilda, eftir því sem við getur átt, um greiðslu meðlags, sem fráskildar konur fá úrskurðað með börnum sínum. 80. gr. Ógift móðir, sem verður að fella niður vinnu og missir tekjur sínar vegna barnsburðar og leggur fram úrskurð á hendur barnsföður fyrir barnsfararkostnaði eða hefur gert ráðstafanir til að afla sér slíks úrskurðar, á rétt á því, að Trygginga- stofnunin greiði henni auk fæðingarstyrks samkvæmt 18. gr. allt að kr. 1000.00 á mánuði í allt að 3 mánuði samanlagt fyrir og eftir barnsburð, enda hefur þá Trygg- ingastofnunin endurkröfurétt á hendur barnsföður og sveitarfélagi á sama hátt og í 79. gr. segir um endurkröfurétt á meðlagi. 81. gr. Tryggingastofnunin getur tekið að sér að annast reikningshald og daglega afgreiðslu fyrir einstaka lífeyrissjóði. 82. gr. Heimilt er Tryggingastofnuninni að taka að sér frjálsar slysatryggingar. Skal þá jafnan gefa út vátryggingarskírteini. Enn frernur getur stofnunin með sam- þykki ráðherra tekið að sér ábyrgðartryggingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.