Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Side 128
126
Árið 1960 breyttist fjárhagsgrundvöllur sjúkrasamlaga þannig, að framlag lífeyris-
deildar og niðurgreiðsla Útflutningssjóðs, sem átt hafði sér stað frá 1. marz 1959, féll
niður, en framlag ríkissjóðs hækkaði í 110% og framlag sveitarsjóðs í 50% af greidd-
um iðgjöldum.
Lífeyristryggingarnar greiða sjúkrasamlagsiðgjöld elli- og örorkulífeyrisþega, sbr.
töflu 11 og töflur 19—21 hér að framan. Frá 1. apríl 1956 gilti hið sama um lífeyris-
sjóði, sem viðurkenndir voru af Tryggingastofnuninni, ef lífeyrisþegarnir hefðu ella
átt rétt á lífeyri almannatrygginga.
Útgjöld sjúkrasamlaga ltafa farið ört vaxandi undanfarin ár. Þrennt veldur eink-
um þessum vexti, þ. e. fjölgun samlagsmanna, almennar verðhækkanir og dýrari lækn-
isþjónusta. I töflu 44 eru sýnd meðalútgjöld á hvern samlagsmann í landinu 1959—
1963. Séu árin 1960 og 1963 borin saman, sést, að meðalútgjöld þessi hafa hækkað
um 45% á þessum þremur árurn, en samkvæmt vísitöluútreikningi á framfærslukostn-
aði hækkuðu vörur og þjónusta um 34% á sama tíma. Liðirnir læknishjálp og sjúkra-
kostnaður hækkuðu hvor um sig um 53% og skrifstofukostnaður hækkaði um 55%,
en aðrir liðir hækkuðu minna. Við samanburð á árunum 1959 og 1963 verður hækk-
unin mun meiri, sbr. töflur 45 og 46, og mest hefur hún orðið hjá sjúkrasamlögum
utan kaupstaða.
Skipting útgjalda á einstaka gjaldaliði er sýnd í töflu 47. Sést þar, að hlutfalls-
lega meiru en áður er varið til greiðslu sjúkrahúskostnaðar, en hluti lyfja hefur
farið minnkandi að sarna skapi.
Daggjald Landspítalans (ársmeðaltal) var sem hér segir árin 1959—1963:
Árið 1959 ............................ kr. 120,83
- 1960 .............................. - 136,67
- 1961 .............................. - 146,67
- 1962 .............................. - 160,00
- 1963 .............................. - 195,00
Daggjöld annarra sjúkrahúsa og hæla hafa hækkað nokkurn veginn í hlutfalli við
daggjöld Landspítalans.
Miklar breytingar urðu á læknasamningum á tímabili því, sem hér um ræðir.
Ilaustið 1961 slitnaði upp úr samningaviðræðum Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Lækna-
félags Reykjavíkur, og setti þá ríkisstjórnin bráðabirgðalög um framlengingu samn-
inga. Vorið 1962 voru sett tvenn lög, sem áhrif höfðu á greiðslur til lækna. Með
lögum nr. 18/1962 var hið lögboðna gjald sjúklings fyrir viðtal og vitjun almennra
lækna hækkað, viðtalsgjald úr 5 í 10 krónur og vitjunargjald úr 10 í 25 krónur, og
jafnframt var ákveðið, að gjald þetta skyldi greitt hvarvetna á landinu, en áður hafði
greiðsla þessi verið bundin við fyrsta verðlagssvæði ásamt einstökum öðrum stöðum,
þar sem heimilt var að taka það upp, sbr. lög nr. 28/1959. I öðru lagi var með lög-
um nr. 45/1962 gerð sú breyting á læknaskipunarlögum, að fyrir störf héraðslækna
í þágu sjúkrasamlaga og annarra greina almannatrygginga skyldi greiðsla fara eftir
gjaldskrá, sem landlæknir semur og ráðherra staðfestir, eða samningum, er stéttar-
félög lækna eiga annars vegar hlut að fyrir hönd lækna, en sjúkrasamlög eða Trygg-
ingastofnun ríkisins hins vegar. Eftir að lög þessi öðluðust gildi, hefur Læknafélag
íslands samið við Tryggingastofnunina um greiðslur til héraðslækna.
í töflum 48—51 eru útgjöld hinna einstöku kaupstaðasamlaga sundurliðuð. Fæst
þar gleggri vitneskja um skiptingu útgjalda eftir hinum ýmsu gjaldaliðum en töflur
40—43 veita.