Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 4
4 S K I N FA X I
F ólk í ungmennafélagshreyfingunni er
sífellt á hreyfingu að fást við alls konar
verkefni. Við getum öll tekið sprettinn
þegar á þarf að halda. Ungmennafélagar eru
framkvæmdastjóri og íþróttastjóri, þjálfari,
starfsmaður á plani, íþróttakona í fremsta flokki
og kátur sjálfboðaliði sem finnst fátt skemmti-
legra en að skenkja kaffi eða stýra kústi á vell-
inum.
Starfið hefst allt hjá okkur. Hjá hverju og
einu okkar.
Handtök og aðstæður okkar í íþróttahreyf-
ingunni eru mörg og misjöfn. Félög í þéttbýli
hafa mun fleiri iðkendur en önnur, félög í
dreifðari byggðum hafa færri þátttakendur,
eitt félag getur tekist á við fjölbreyttar þarfir
iðkenda en önnur ekki. Við ráðum ekki öll við
umfangið. Sum félög eru með framkvæmda-
stjóra, önnur ekki. Sum fá hærri lottógreiðslu,
önnur minna. Sum ættu líka að fá eitthvað en
fá ekki neitt.
Þetta er spurning um jafnræði og sanngirni.
Við höfum síðustu misseri haft hugrekki til að
færa ungmennafélagshreyfinguna áfram, þróa
hana. Það var gert á sambandsþingi UMFÍ fyrir
fjórum árum þegar aðildarumsókn þriggja
íþróttabandalaga að UMFÍ var samþykkt. Síðan
þá hefur Íþróttabandalag Hafnarfjarðar bæst í
hópinn. Það markaði tímamót í hreyfingunni,
enda hefur UMFÍ aldrei verið víðfeðmara og
sterkara og þjónustan aldrei verið betri.
Nú er tækifæri til að taka næsta skref. Fram
undan er sambandsþing UMFÍ og fyrir
því liggur tillaga sem felur í sér að
komið verði á fót samræmdum
svæðastöðvum um landið. Sam-
hliða stofnun svæðastöðva er lagt
til að ÍSÍ og UMFÍ breyti lottó-
úthlutun með það fyrir augum að
fjármagna störfin og dreifa með
sanngjörnum hætti lottógreiðslum
til allra sambandsaðila UMFÍ.
Þetta er ekki aðeins
tímamótatillaga af því
að hún markar þáttaskil
og jafnar álagið, bætir
starfið og gerir okkur kleift að létta álagi af
starfsfólki, íþróttafólki og sjálfboðaliðum á
öllum gólfum.
Tímamótin felast í því að tillagan sem liggur
fyrir þingi UMFÍ er byggð á samþykkt frá sam-
bandsráðsfundi UMFÍ síðasta haust og er í
grunninn sú sama og samþykkt var á þingi ÍSÍ
í vor. Þar var hún samþykkt samhljóða.
Nú er tækifærið til að höggva á hnútinn og
setja skipulagið í þannig farveg að við get-
um öll unnið saman og nýtt betur það
frábæra fólk sem vinnur fyrir hreyfing-
una. Við erum að feta nýja slóð.
Saman verðum við að treysta okkur
til að finna rétta leið og marka spor
í hreyfinguna okkar. Ég hlakka til
framtíðarinnar af því að ég veit að
saman náum við markmiði okkar,
markmiði sem bætir starfið
og er samfélaginu öllu til
góða.
Gunnar Þór Gestsson
varaformaður UMFÍ.
Efnisyfirlit
16 Magndís Alexandersdóttir: Ég er fædd
inn í ungmennafélagshreyfinguna
24 Mikilvægast að fræðast, fræða aðra,
vera fyrirmynd, láta í sér heyra og kjósa
32 Merkilegt að geta hlaupið með
forsetanum
Leiðari Tækifæri í hreyfingunni
20 Börn á að ala upp sem leiðtoga
– Vésteinn Hafsteinsson
6 Beið eftir pennavini í meira en 40 ár
8 Ungmenni í leiðtogavinnu
10 Hvetur íþróttafélög til að halda
umhverfisvænni viðburði
12 Ný vinabönd verða til á Reykjum
14 Mikil endurnýjun á Reykjum
19 Íþróttafélögin stuðla að vellíðan eldri
borgara
22 Tímamótatillaga á sambandsþingi UMFÍ
27 Hvernig getur íþróttamaður tekist á við
vonbrigðin?
28 Gamlir mótherjar hittust á ný
30 Havarí og svakalegt stuð á Unglinga-
landsmóti UMFÍ
34 Eftir því sem börn æfa meira eru minni
líkur á að þau hætti í íþróttum
36 Metaðsókn í Drulluhlaup Krónunnar
38 Glímukóngur slær í gegn í Banda-
ríkjunum
40 Börnin hoppa sér til ánægju
42 Borðtennisdeildir spretta upp víða
43 Gamla myndin: Allt er gott sem endar
vel