Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 11
 S K I N FA X I 11 Viðleitni til að hafa umhverfisvænni viðburði Íþróttafélög þurfa oft ekki að gera mikið til að standa sig betur í umhverfismálum, að mati Brynjars. Stundum þurfi þau aðeins að vekja athygli á því sem þau gera og benda öðrum á og stíga stutt skref á grænni vegferð. „Öll skref eru góð skref og það er alveg hægt að fara mörg stutt skref. Sumir fara alla leið eins og þau hjá Forest Green Rovers, sem þrátt fyrir að hafa gengið langt ætla að draga áfram úr útblæstri til að verða kolefnislaus fyrir ákveðið tímabil. Flestum dugir að grípa til annarra ráða,“ segir Brynjar og bendir meðal annars á að draga megi úr plastnotkun, finna leiðir til að endurnýta gamlan íþróttabúnað og þar fram eftir götunum. „Félögin og fólkið geta gert svo margt gott saman. Fólk getur sem dæmi komið með eigin skálar undir mat og fjölnota bolla undir kaffi og drykkjarföng. Það má jafnvel veita þeim sem það gera afslátt af ve- itingum eða annan hvern kaffibolla ókeypis og hvetja til þess að fleiri hugsi meira um umhverfið en áður. Það er líka hægt að kaupa matvæli í nærumhverfi íþróttafélagsins eða versla við fyrirtæki sem standa sig vel í umhverfismálum. Það eru fjölmargar leiðir til fyrir íþróttafélög sem vilja halda viðburði á umhverfisvænan hátt. Félögin eiga svo að Átta haustviðburðir Einurð stendur fyrir átta viðburðum í haust sem allir tengjast frum- efnunum fjórum. Göngugarpurinn Einar Skúlason, sem m.a. hefur komið að hinni árlegu göngubók UMFÍ, leiðir göngu. Auk þess verður boðið upp á sjósund, jóga og fleira. Viðburðirnir eru hugsaðir fyrir alla fjölskylduna og sjónum beint að því sem fyrir augu ber hverju sinni. Íþróttafélög ættu í meiri mæli að benda á það jákvæða sem þau gera í umhverfismálum. Ekki þarf að umturna rekstri íþróttafélaga til að minnka umhverfisspor þeirra. Nóg væri að hvetja fólk til að koma með eigin drykkjarföng á völlinn og gefa afslátt af kaffi og veitingum fyrir þau sem það gera. lyfta sjálfum sér upp þegar vel tekst til í þessum málum og segja frá því hvað þau gera,“ segir Brynjar að lokum. Vorið eða sumarið 2024 er svo stefnt á að halda viðburð þar sem umhverfismál verða í brennidepli. Í skoðun er að halda plokkhlaup og munu þátttakendur í því vigta ruslið sem þeir tína, að sögn Brynjars Freys, sem sér fyrir sér að fjölskyldur og vinahópar geti hlaupið saman á viðburðinum. Nánari upplýsingar um göngurnar má finna á https://www.facebook.com/einurd/og www.einurd.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.