Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 40
40 S K I N FA X I Níu af hverjum tíu börnum sem taka þátt í Jump4fun verða ánægðari með því að hreyfa sig. Þetta sýnir ný dönsk úttekt meðal þátttak- enda og foreldra í hinu aðlagaða íþróttaverk- efni Jump4fun, sem DGI, systursamtök UMFÍ í Danmörku, bjóða upp á í 39 sveitarfélögum og 75 íþróttafélögum. Jump4fun er ætlað börnum og ungmennum sem eru t.d. með áskoranir vegna ofþyngdar eða greiningar, eru lítið vön hreyfingu eða hafa ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Verkefnið er mótað í nánu samstarfi DGI, sveitarfélaga og íþróttafélaga. Í Jump4fun-hópi skemmta krakkarnir sér saman og hreyfa sig á fullu um leið. Lögð er áhersla á hreyfingu með gleði, góðan félagsskap og tilfinningu fyrir samfélagi. „Jump4fun er virkilega gott dæmi um það hvernig börnin upplifa gleðina við hreyfingu og aukna vellíðan í daglegu lífi með þessu markvissa verkefni. Það er mjög jákvætt. Jafn- framt er verkefnið gott dæmi um það hvernig hægt er með samstarfi þvert á geira að leggja sitt af mörkum til að leysa stór samfélagsleg verkefni sem varða velferð barna og ungmenna, og hjálpa fleirum að vera virk í félögum,“ segir Charlotte Bach Thomassen, formaður DGI. Börnin hoppa sér til ánægju Glaðari á hverjum degi og nýir vinir Börnunum sem taka þátt í Jump4fun er vísað þangað frá sjúkrahúsum, jólafrímerkjaheimilum (Julemærkehjem) og í gegnum heilsugæslu- og fjölskylduráðgjafa í sveitarfélögum. Aðrir hafa lesið um Jump4fun í blöðum, hjá læknum eða á netinu. Í könnuninni kemur fram að börnin bregðast vel við í gegnum Jump4fun og upplifa greini- lega framför hvað varðar líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Rúmlega tvö af hverum þremur barnanna verða ánægðari með að hreyfa sig, þeim líður betur og komast í betra form. Um leið næst árangur út fyrir íþróttaverkefnið sjálft. Um 78% segja að þau séu hamingjusamari í daglegu lífi, séu virkari t.d. í frítíma og hafi eignast nýja vini síðan þau byrjuðu í Jump4fun. „Ég trúi ekki alltaf á sjálfan mig, en ég held að ég sé orðinn betri í þessu fyrir Jump4fun,“ skrifar níu ára drengur og ein stúlka skrifar: „Ég gekk bara um í frímínútum áður en ég byrjaði í Jump4fun. Núna leik ég mér alltaf í þeim." Nýleg dönsk könnun sýnir að íþróttaverkefnið Jump4fun hentar vel fyrir börn með áskoranir eins og ofþyngd eða sjúkdómsgreiningar. Jump4fun er skemmtilegt Allt að 90% barnanna segja að það sé gaman að fara í Jump4fun. Að auki svöruðu 62% að það gleddi þau að vera hluti af Jump4fun. Einnig má finna mikla ánægju hjá foreldr- unum. „Jump4fun er algjörlega frábært fyrir barnið okkar. Þetta er ánægjulegasta stund vikunnar hjá henni,“ skrifar foreldri 13 ára stúlku. Jump4fun eru lítil teymi með sérþjálfuðum leiðbeinendum sem taka einstaklingsbundið tillit til barnanna og framkvæma ýmis verkefni í keppnis- og frammistöðulausu umhverfi. Verkefnið er líka gert til að laða að börn og ungmenni sem ekki hafa fundið sinn stað í hinum hefðbundnu íþróttafélögum. „Sonur minn hefur farið í margar mismun- andi íþróttir en ekki tekist að festa rætur neins staðar. Jump4fun er fyrsta æfingaverkefnið sem sonur okkar fer í þar sem hann hefur í raun gaman og finnst hann ekki vera utan krakka- hópsins, “ skrifar annað foreldri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.