Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 35
S K I N FA X I 35
Takk fyrir stuðninginn
P 187
C15 M100 Y100 K4
R172 G37 B43
Peter O‘Donoghue er þekktur víða fyrir vinnu sína, rannsóknir
og kennslu á sviði frammistöðugreiningar í íþróttum (e. sport
performance analysis). Margir af fyrrverandi nemendum hans
hafa náð miklum frama í störfum innan íþróttaheimsins.
Peter er með doktorsgráðu í tölvunarfræði frá Ulster-háskóla
á Norður-Írlandi frá árinu 1993 og kenndi og stundaði rann-
sóknir í tölvunarfræði við tvo háskóla. Árið 1995 hóf hann rann-
sóknarsamstarf við íþróttafræðideild Ulster-háskóla. Hann er
jafnframt afkastamikill fræðimaður og hefur verið aðalfyrirlesari
á fjölmörgum ráðstefnum, hefur skrifað fimm kennslubækur um
frammistöðugreiningu og kennslubók í tölfræði. Peter hefur
verið aðalritstjóri International Journal of Performance Analysis
in Sport síðan árið 2006.
„Það skiptir sem dæmi miklu í knattspyrnu og körfubolta hvenær
iðkendur eru fæddir á árinu. Þau sem eru fædd fyrr á árinu hafa for-
skot, af því að þau eru almennt stærri en þau sem eru fædd í desem-
ber. Þessu er hins vegar öfugt farið í fimleikum, því þar felst forskotið í
því að vera lágvaxinn og minni á allan hátt,“ segir Peter en bendir á að
þótt vissulega skipti máli hvenær iðkendur eru fæddir ráði það ekki
úrslitum.
Peter bendir máli sínu til stuðnings á að aldurs- og getudreifing
knattspyrnufólks í Bretlandi sýni að í úrvalsdeildarliðum og flokki
atvinnufólks séu leikmenn margir fæddir á fyrsta ársfjórðungi en í
áhugamannaliðum og neðri deildum séu leikmenn fæddir á seinni
hluta ársins.
Hann ítrekaði hins vegar að þetta mætti ekki taka bókstaflega, þótt
niðurstöðurnar væru séu vísbendingar.
„Þegar ég var strákur vissi ég ekki að þau sem voru fædd á einum
tíma ársins hefðu forskot frá náttúrunnar hendi. Ég hélt alltaf að mig
skorti hæfileika í því sem ég vildi æfa. Þess vegna fór ég í frjálsar íþróttir,“
segir Peter kíminn.
Flakk á milli greina
Gögnin úr Sportabler gefa ekki aðeins vísbendingu um minna brott-
fall óttast hafði verið úr skipulögðu íþróttastarfi á meðan COVID-far-
aldurinn geisaði. Gögnin benda til að iðkendur hafi flakkað svolítið á
milli greina.
Vísbendingar eru um að iðkendur í fótbolta hafi farið í frjálsar, fim-
leika og sund en skilað sér aftur. Almenna hreyfingin er að iðkendur
í hópíþróttum leita í aðrar hópíþróttir, eins og fótboltaiðkendur sem
fara í körfubolta eða handbolta. Þegar iðkandi vill skipta um grein
skiptir máli hvaða framboð er á öðrum greinum, að sögn Peters. Það
skýrir m.a. að stúlkur sem hætta í fótbolta og fleiri greinum á Norður-
landi fara í fimleika, sem virðist vera endastöðin þar. Með sama hætti
hafa margar farið í blak en nú eru um 70% iðkenda í blaki konur.
„Það kom okkur skemmtilega á óvart,“ segir Peter.
Hann hefur nú þegar skoðað tilfærslur iðkenda á milli greina hjá
nokkrum félögum, þá helst KA og Breiðabliki. Hann telur gagnlegt
að skoða hreyfinguna hjá fleiri og hvort munur sé á kynjunum, enda
hægt að skoða gögn eftir kynjum og póstnúmerum.
„Gögnin og þessi skoðun getur nýst íþróttafélögum með ýmsum
hætti, svo sem til að sjá betur úr hvaða greinum iðkendur eru að fara
og hvert þeir fara,“ segir Peter.