Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I „Við byrjuðum að keppa hvor á móti öðrum á unglingsaldri, ég var sennilega fimmtán ára. Síðan eru liðin mörg ár og við erum enn að keppa, nú í gamlingjadútli,“ segir Þorbergur Þórðarson, sem keppti ásamt öðrum Borgfirð- ingum í boccia á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fór í Stykkishólmi í júní. Einn mótherja Þorbergs var heimamaðurinn Sigurþór Hjörleifsson frá Stykkishólmi. Smá- vægilegur aldursmunur er á þeim félögum; Þorbergur er 85 ára en Sigurþór áttræður. Á árum áður keppti Þorbergur undir merkj- um Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) á frjálsíþróttamótum og kynntist þar Sigurþóri, sem keppti undir merkjum Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH). Nú 66 árum síðar keppa þeir enn undir sömu merkjum og finnst það gaman enda hlæja þeir mikið þá stuttu stund sem samtalið stendur. Þeir félagar taka yfirleitt þátt í mörgum grein- um. „Við erum enn að!“ segir Sigurþór en Þorbergur bætir við að Sigurþór hafi áður fyrr verið í kúluvarpi. Nú sé hann bara með mikið léttari kúlur. Gamlir mótherjar hittust á ný Um 350 manns tóku þátt í fjölda greina á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi í júní. Á mótinu hittast margir á ný sem kepptu saman á mótum á unglingsaldri. Landsmótið í Vogum á næsta ári Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd sumarið 2024 og er Ungmenna- félagið Þróttur framkvæmdaraðili mótsins. „Við erum gríðarlega stolt og hamingjusöm yfir því að okkur sé treyst fyrir þessu stóra verk- efni,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum, þegar tilkynnt var um úthlutunina í byrjun sumars. Þetta er fyrsta skiptið sem mótið verður haldið í Vogum. Marteinn segir stjórn, sjálfboðaliða og raunar alla íbúa Voga munu leggja mikið á sig, halda gott Landsmót og ætla að nýta hvert tækifæri til að hampa mótinu. „Við ætlum að halda viðburð þar sem við fögnum því að Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vogunum á næsta ári, enda gefst þar tækifæri til að vekja athygli á lýðheilsu og möguleikun- um í sveitarfélaginu,“ segir Marteinn, en hópur fólks frá Þrótti kom í heimsókn í Stykkishólm í sumar til að skoða framkvæmd mótsins þar. Myndin hér að ofan var tekin þegar móta- og viðburðanefnd UMFÍ heimsótti stjórn og starfsfólk Þróttar í sumar og skoðaði aðstæður. Keppinautarnir Þorbergur Þórðarson og Sigurþór Hjörleifsson hittust á Landsmóti UMFÍ 50+. Gunnhildur ásamt Magnúsi Bæringssyni frá Stykkishólmsbæ höfðu veg og vanda af undir- búningi mótsins og unnu ötullega að því að gera það sem skemmtilegast. Þakkar sjálfboðaliðum fyrir mótið „Svona mót er ekki haldið nema með öflug- um sjálfboðaliðum sem skiluðu sínu mjög vel,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) um Landsmót UMFÍ 50+. Hún sagði mótið hafa gengið afar vel og þakkaði það styrktaraðilum, sjálfboðalið- unum og öllum þeim sem að mótinu komu, þó sérstaklega sveitarfélaginu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.