Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 17
S K I N FA X I 17
gömul í nóvember 1970. Það var erfitt. Við bjuggum í Miklaholtshreppi
og ég átti mjög erfiðan vetur. Þegar vinur minn úr sveitinni spurði hvort
ég vildi koma í stjórn HSH sló ég til. Eftir það var ég viðloðandi stjórn
HSH og UMFÍ eða frá 1971 og fram til 1991. Mest áberandi þættirnir í
starfi HSH á þessum tíma voru frjálsíþróttamót bæði innanhéraðs og
utan, að ógleymdum Landsmótum UMFÍ,“ segir Magndís og bendir á
að innan HSH sé margt af þekktasta frjálsíþróttafólki landsins.
Fimm árum eftir andlát dótturinnar fluttist fjölskyldan til Stykkishólms
og hafa þau Magndís og Sigurþór, maður hennar, verið búsett þar síðan.
Betra að sinna félagsstarfi með
barnavagninn
Magndís viðurkennir að hún hafi ekki verið mikil íþróttamanneskja,
tekið aðeins þátt í frjálsum en verið meira fyrir félagsstörfin.
„Ég er reyndar fædd inn í ungmennafélagshreyfinguna og tók þátt í
starfinu strax tólf ára. Ég var í íþróttum eins og allir krakkar, eitthvað að
stökkva í hástökki og þess háttar. En ég hafði ekki mikinn áhuga á
að stunda íþróttir sjálf, ég hafði mun meiri áhuga á félagsstarfinu. Því
var líka betra að sinna eftir að barneignir tóku við því ég gat tekið bar-
navagninn með mér. Við hjónin fylgdum sonum okkar eftir á íþrótta-
mót um allt land, ýmist annað okkar eða bæði, og það má alveg segja
að fjölskyldubíllinn okkar hafi verið í fullri notkun fyrir körfuboltalið
Snæfells í tíu ár,“ segir Magndís og bendir á að ýmist hafi hún eða
Sigurþór séð um allan aksturinn.
Var mikið ein á ferð
Magndís ferðaðist mikið vegna vinnu sinnar, sérstaklega sem fram-
kvæmdastjóri og síðar í stjórn UMFÍ.
„Ég þurfti að fara víða og var mikið ein á ferð. Ég var mikið á ferð-
inni á Snæfellsnesi og var auðvitað ekki með neinn síma á mér eins
og nú,“ segir Magndís, sem kom mörgu í verk á þeim tíma sem hún
gegndi starf framkvæmdastjóra HSH um tveggja ára skeið og sat í
stjórn HSH, þar af eitt ár sem formaður. Það segist hún hafa slysast til
að taka að sér í neyðartilviki.
Þegar hún var framkvæmdastjóri gerðist margt nýtt; hún kom meðal
annars á fót sumarbúðum á Lýsuhóli, hóf að gefa út fréttabréf HSH og
margt fleira.
Fréttabréfið var nýlunda. Tilgangur þess var að upplýsa íbúa á sam-
bandssvæðinu um starf HSH og aðildarfélaga. Þetta var seinlegt verk.
Magndís vélritaði fréttabréfið á stensla og fór með próförkina að því
til systranna í St. Franciskusreglunni til að prenta það.
Fréttabréfið, sem var einblöðungur, var svo borið í hús á Snæfells-
nesi til að upplýsa sveitungana um starfið.
„Ég get ekki sleppt því að minnast á vin minn og félaga Pálma Frí-
mannsson heitinn,“ segir Magndís. „Hann var læknir hér í Stykkishólmi
á þessum tíma. Hann var lengi gjaldkeri í stjórn HSH og prófarkalas
fréttabréfið fyrir mig. En því miður lést hann langt fyrir aldur fram.“
Ungmennabúðir UMFÍ
Í tíð Magndísar hóf HSH starfsemi sumarbúða á Lýsuhóli fyrir 6–12 ára
börn. Þar var ýmislegt skemmtilegt á dagskránni, farið í leiki, veiði-
ferðir, bátsferðir, fjöruferð, farið í heimsókn á sveitabæ, farið á hest-
bak og margt fleira. Á kvöldin voru kvöldvökur og fengu börnin að
spreyta sig við leiklist og söng.
„Þetta var algjört ævintýri,“ rifjar Magndís upp. „Þarna voru engin
herbergi, bara salur. Krakkarnir sváfu á dýnum í svefnpokum. Á Lýsu-
hóli var hægt að gera svo margt. Þarna var sundlaug og vísir að íþrótta-
velli. Þau vorum í leikjum alla daga.
En þetta var svo orðið þyngra í vöfum og svo frumstætt. Við vorum
svo lánsöm að fólkið sem við fengum til starfa var flest úr sveitinni og
reyndist okkur afar vel. Ungmennabúðirnar myndu ekki þykja par fínar
í dag,“ segir Magndís og bætir við að fólk hafi á þessum tíma sætt sig
við mun einfaldari húsakost en í dag, meira að segja á sambandsráðs-
fundum og þingum UMFÍ.
Meðal sinna bestu vina
Á sambandsráðsfundum og þingum var oftast sofið í kennslustofum,
að sögn Magndísar.
„Ég man vel eftir sambandsráðsfundi UMFÍ á Hvammstanga árið
1984. Kvöldið áður fundaði stjórn UMFÍ. Fundurinn átti að byrja klukkan
Þingfulltrúar raða sér upp fyrir myndatöku á vegg minningarkapellu Jóns Steingrímssonar eldklerks á 32. sambandsþingi UMFÍ sem haldið var á
Kirkjubæjarklaustri í september 1981 þegar Magndís var kosin í varastjórn UMFÍ.