Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 41
 S K I N FA X I 41 Saga og samstarf Jump4fun, sem hefur verið starfrækt síðan 2013, varð til að frumkvæði Birgitte Johanne Schmidt, barnalæknis hjá ofþyngdarstofu á Um er að ræða félagslegt verkefni með hvers kyns viðfangsefni eins og sund, leikfimi, blak, náttúruskoðun, leiki, hreyfingu o.fl. Jump4fun er stærsta landsverkefnið á heilsu- sviði DGI. Það er samstarfsverkefni Birgitte Johanne Schmidt barnalæknis, Jólafrímerkja- stofnunarinnar og DGI. Meginsýn og stefna verkefnisins Frá upphafi Jump4fun-verkefnisins hefur það verið þróað, því breytt og það aðlagað á mis- munandi hátt í tengslum við markhópinn og þarfir hans. Meginsýn Jump4fun gengur út á að öll börn og ungmenni með ofþyngdarvanda í lífinu skuli hafa aðgang að aðlaðandi félagslegu verkefni. Tilgangur þess er að hjálpa börnum og ungmennum að finna eða enduruppgötva gleðina við að hreyfa sig í félagsskap og auka þannig vellíðan þeirra og sjálfsvirðingu. Allt sem gert er í Jump4fun eflir trú barnsins og ungmennisins á sjálft sig. Með leik, hreyf- ingu og viðurkenningu eykst sjálfsvirðing og vellíðan barnsins. Félagsskapurinn og að vera eitthvað fyrir aðra er mikilvægt til að finnast maður tilheyra hópnum. Í Jump4fun er keppnisþættinum og stiga- keppninni alveg sleppt. Það veitir aukna vel- líðan, sterkara sjálfsálit og meiri ánægju af hreyfingu. Sem þátttakandi í Jump4fun-hópi tekur hvert og eitt þátt á því stigi sem það er á. Börnin þurfa ekki að vita neitt fyrir fram þegar þau byrja. Jump4fun kemur fyrst og fremst til móts við börn og ungmenni á aldrinum 6–16 ára sem eru í ofþyngd og/eða eru óvön hreyfingu. Í Jump4fun-liði geta einnig verið önnur börn og ungmenni sem ekki hafa fundið sig í hefð- bundnu félagsstarfi. Stofnanir/sjóðir og ráðuneyti Jump4fun er styrkt af sveitarfélögum og fjölda sjóða í Danmörku og hefur verið það allt frá því verkefnið hófst árið 2013. Jump4fun er samstarfsverkefni DGI, Jóla- frímerkjastofnunarinnar (Julemærkefonden – stofnun sem styður viðkvæm börn), sveitar- félaga og íþróttafélaga á hverjum stað. Aðilar vinna að því að skapa gott æfinga- prógramm fyrir börn og ungmenni sem eru of þung eða með önnur vandamál sem geta komið í veg fyrir að þau taki þátt í hefðbundn- um íþróttum íþróttafélaga. Á verkefna- og útfærslustigum hefur Jump4fun verið fjármagnað af: Novo Nor- disk-sjóðnum, Ole Kirk-sjóðnum, Danska heilbrigðiseftirlitinu, Heilsueflingarpottinum, Tryggingasjóðnum, Heilbrigðis- og forvarna- ráðuneytinu, Barna-, jafnréttis-, aðlögunar- og félagsmálaráðuneytinu, Lauritzen-sjóðnum, Trane-sjóðnum og Stofnun Knud Højgaard. Julemærkefonden (Jólafrímerkjasjóðurinn) er viðskiptastofnun sem vinnur að því að safna fé til reksturs jólamerkjaheimilanna, sem eru í Hróarskeldu, Kollund, Hobro, Skælskør og Ølsted. Það er gert með því að halda jólafrí- merkjagöngur, með sölu jólafrímerkja og einkaframlagi. Ingólfur greifi af Rosenborg og kona hans greifynja Sussie eru verndarar göngunnar og María krónprinsessa er vernd- ari stofnunarinnar. Um Jump4fun • Jump4fun er samstarfsverkefni DGI, Julemærkefonden (Jólafrímerkjasjóðs- ins), sveitarfélaga og íþróttafélaga. • Markhópurinn er börn og ungmenni á aldrinum 6–16 ára sem ekki eru vön mikilli hreyfingu. Í Jump4fun-teymi er áherslan á að svitna, skemmta sér og skapa þar með hreyfigleði og aukið sjálfsálit. • Jump4fun er starfrækt í 75 félögum og í 39 sveitarfélögum í Danmörku. • Jump4fun er einnig starfrækt sem sumarbúðir. • Matið frá 2023 er byggt á spurninga- könnun með möguleika á athugasemd- um. Alls svöruðu 297 börn og 187 foreldrar spurningalistanum. • Hægt er að lesa um Jump4fun á https://www.dgi.dk/jump4fun/

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.