Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 31
 S K I N FA X I 31 Banastuð í blindrafótbolta „Hér verða engin þrumuskot!“ hrópaði íþrótta- kempan og kennarinn Karl Lúðvíksson, sem stýrði blindrabolta á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki. Blindrabolti var ein af nýjung- um sem boðið var upp á á mótinu. Í þessari grein var bundið fyrir augu þátttakenda og fylgdi aðstoðarmaður hverjum þeirra til að leiðbeina þeim. Bjalla var innan í boltanum og þurftu leikmenn beggja liða því að hlusta vel á eftir boltanum til að finna hann. Karl, sem hefur tekið þátt í Landsmótum UMFÍ 50+, leiðbeindi liðsmönnum beggja liða vasklega og áminnti þá sem létu of mikið í sér heyra eða veittu keppendum of mikla hjálp til að skora í afar hressilegum og skemmtilegum leik. Næsta Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um verslunarmanna- helgina 2024. Frosti Þór og Guðni Bent eru góðir og kepptu meðal annars í frjálsum íþróttum á mótinu. Frosti, sem er 12 ára, er frá Hrafna-Flóka á Vestfjörðum en Guðni, sem er 11 ára, tók þátt í mótinu undir merki Ungmennasambands Skagafjarðar. Þeir tóku báðir þátt í hástökk. Frosti stökk 1,49 m en Guðni 1,48.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.