Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 12
12 S K I N FA X I „Þetta eru frábærar breytingar, allt gekk snurðulaust fyrir sig og nem- endunum fannst allt mjög skemmtilegt í Skólabúðunum. Þar þéttist hópurinn og vinasamböndin verða betri,“ segir Una Kristjánsdóttir, umsjónarkennari í 7. UK. í Hvassaleitisskóla. Hún og Óskar Már Grétarsson voru með hóp nemenda frá skólanum í Skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði í október. Þetta var í fjórða skipti sem Una dvelur í Skólabúðunum. Fyrsta skipt- ið var þegar hún var þar sjálf sem grunnskólanemandi en tvisvar til við- bótar sem kennari með hópi nemenda. Síðast kom hún fyrir ári, í ein- um af fyrstu hópunum sem dvöldu í búðunum eftir að UMFÍ tók við rekstri þeirra. Hún segir mikið hafa breyst, mikið hafi breyst strax á síð- asta ári en framfarirnar frá því í fyrra séu stórkostlegar, bæði eigi það við aðstöðu og herbergi nemenda, aðstöðu kennara og húsið Bjarna- Nemendur upplifa margt nýtt í Skólabúðum UMFÍ. Þar verður nemendahópurinn þéttari og en áður, segir Una Kristjánsdóttir úr Hvassaleitisskóla. borg, þar sem námið fer fram á meðan dvöl nemendanna stendur. „Nemendurnir læra heilmikið, fara í hópefli og leiki, fá fræðslu á Byggðarsafninu þar sem í boði er að gæða sér á hákarli og læra heil- mikið um sveitina og sveitalífið. Þeim fannst það mjög gaman, meira að segja spennandi að lykta af kúaskítnum. Sundlaugapartí og meira stuð Nemendur frá þremur skólum dvöldu í Skólabúðunum í þeirri viku sem hópurinn frá Hvassaleitisskóla var þar. Hinir nemendurnir og umsjónar- fólk þeirra voru frá Njarðvíkurskóla og Sjálandsskóla í Garðabæ. „Þeim fannst öllum mjög gaman, enda sundlaugarpartý, ball og kvöldvaka og mikið að gera í Bjarnaborg alla dagana sem við vorum þar,“ segir Una sem viðurkennir að hún hafi sjálf skemmt sér vel og upplifað margt nýtt. Kennarar skólanna þriggja hafi skráð sig á vaktir á meðan dvölinni stóð, hún hafi því kynnst öðrum kennurum og nem- endum annarra skóla betur. Kennarar og umsjónarfólks fylgist með nemendunum og mega fara í kennslustundirnar. Það hafi þétt hópinn. „Ég mæli hiklaust með því að skólar bjóði nemendum og kennur- um upp á tækifærið til að fara í Skólabúðirnar á Reykjum,“ segir hún. Ný vinasambönd verða til á Reykjum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.