Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I Skinfaxi 2. tbl. 2023 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur komið út samfleytt síðan 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hest- inum fljúgandi sem dró vagn goðsagna- verunnar Dags er ók um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi. R I TST J Ó R I Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Á BY R GÐA R M A Ð U R Jóhann Steinar Ingimundarson. R I T N E F N D Gunnar Gunnarsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Sigurður Óskar Jónsson, Kristján Guðmundsson, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir og Embla Líf Hallsdóttir. UM BR OT O G H Ö N N U N Indígó. P R E N T U N Litróf. AU GLÝS I N GA R Hringjum. FO R S Í Ð UMY N D Myndina tók Davíð Már Sigurðsson af þátttakanda á Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fór á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 2023. L J ÓS MY N D I R Bríet Guðmundsdóttir, Davíð Már Sigurðsson, Hafsteinn Snær Þorsteins- son, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Tjörvi Týr Gíslason, Valgarður Gíslason, Sumarliði Ásgeirsson o.fl. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, s. 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is UM F Í Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 27 talsins og skiptast í 22 íþróttahéruð og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 félög innan UMFÍ um land allt. ST J Ó R N UM F Í Jóhann Steinar Ingimundarson formaður, Gunnar Þór Gestsson varaformaður, Ragnheiður Högnadóttir meðstjórnandi og formaður framkvæmdastjórnar, Guð- mundur G. Sigurbergsson gjaldkeri, Sigurður Óskar Jónsson ritari, Málfríður Sigurhansdóttir meðstjórnandi og Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi. VA R AST J Ó R N UM F Í Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Gissur Jónsson og Guðmunda Ólafsdóttir. STA R FS FÓ L K UM F Í Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmda- stjóri, Einar Þorvaldur Eyjólfsson fjármála- stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson framkvæmda- stjóri móta (með aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður Sigurðardóttir verkefna- stjóri og Guðbirna Kristín Þórðardóttir ritari. S KÓ L A BÚ Ð I R Á R E Y K J UM Sigurður Guðmundsson forstöðumaður, Ingimar Oddsson, Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir, Hulda Signý Jóhannes- dóttir, Luis Augusto Aquino, Gísli Kristján Kjartansson, Oddný Bergsveina Ásmundsdóttir, Elmar Davíð Hauksson og Róbert Júlíusson. „Ég er hrærður, mér líður hreint út sagt eins og persónu í skáldsögu. Þú veist, það er ótrúlegt að fá loksins svar eftir 42 ára bið,“ segir Martin Jára, sálmeðferðarfræðingur frá Tékklandi. Í október árið 1981 birtist í Skinfaxa auglýsing eftir pennavini. Í auglýsingunni, sem má sjá hér að neðan í afriti úr blaðinu, segir að Skinfaxa hafi nýlega borist bréf frá tvítugum Tékka sem óski eftir því að eignast pennavin. Sá var búsettur í Prag, um þessar mundir, í háskóla, lagði stund á þjóðfélagsgreinar og gat skrifað á ensku, rússnesku og frönsku. Helstu áhugamál Jára á þessum tíma voru kvikmyndir, tónlist, bók- menntir og að sjálfsögðu Ísland. Hann hafði lesið nokkuð eftir íslenska rithöfunda, svo sem bækur eftir þá Halldór Laxness og Einar Olgeirs- son, einn stofnenda Kommúnistaflokksins á Íslandi, sem er sagður hafa átt mikinn þátt í fylgi sósíalista á Íslandi. Honum var þakkað fyrir sam- einingu sósíalista og vinstri jafnaðarmanna í Sósíalistaflokknum á sínum tíma og síðar Alþýðubandalaginu. Árið 1981 voru einungis 42 ár liðin frá því að Þjóðverjar hernámu Tékkóslóvakíu og aðeins þrettán ár frá því að herir Varsjárbandalags- ins undir forystu Sovétmanna gerðu innrás í landið. Ritstjóri Skinfaxa rak augun í auglýsingu Martins í lok september og ákvað að kanna hvort hann hefði fengið svar og hvernig bréfaskrifin hafi þróast. Leit Martins Jára hafði ekki borið árangur og var skeytið sem honum nú barst það fyrsta sem heyrðist af hinum endanum. Hann svaraði því til að hann væri himinlifandi að fá svar þótt öll þessi ár væru liðin. Hann byggi enn í Prag en læsi ekki lengur rit Einars Olgeirssonar. Á hinn bóginn hefði hann heillast af skáldsögum jafnaldra síns Gyrðis Elías- sonar og lesið nær allar bækur hans. Það er skemmtileg tilviljun að persónur í bókum Gyrðis glíma við ýmislegt í sálarlífinu, sem heillar sálfræðinga og sálmeðferðarfræðinga. Martin hefur enn mikla löngun til að koma til Íslands þótt hann hafi aldrei látið af því verða. Hann getur vel hugsað sér að koma í heimsókn og langar þá að hitta Gyrði og bætir við að hann sé glaður með að hafa loksins fengið svar við bréfinu sem hann sendi til Íslands árið 1981. Spurður um ástæðu þess að Martin hafi leitað eftir pennavini á Íslandi á sínum tíma svarar hann: „Ég held að það hafi verið leið mín til að takast á við lífið undir sovésku alræði.“ Beið eftir pennavini í meira en 40 ár Hér má sjá Martin árið 1981 þegar hann leitaði pennavinar á Íslandi og Martin í dag, 42 árum síðar. Auglýsing Martins í Skinfaxa árið 1981. Martin Jára frá Tékkóslóvakíu skrifaði bréf til UMFÍ árið 1981 og leitaði eftir pennavini. Honum bárust engin svör fyrr en nýverið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.