Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 22
22 S K I N FA X I Tillaga lögð fyrir sambandsþing UMFÍ UMFÍ og ÍSÍ hafa lengi starfrækt vinnuhópa sem skoðað hafa stöðu íþróttahéraða á Íslandi. Íþróttahéruðin voru skipuð og skilgreind fyrir áratugum síðan. Þótt ytra umhverfi íþróttahéraða og íþróttafélaga hafi breyst mikið í gegnum tíðina hafa íþróttahéruðin staðið nokkuð í stað. Fyrir sambandsþingi UMFÍ liggur tillaga sem ætlað er að jafna aðstöðumun í íþróttahreyfingunni og bæta starfið í heild sinni. Tímamótin felast ekki aðeins í því hvað breytingin verður mikil og jákvæð heldur því að fulltrúar UMFÍ og ÍSÍ unnu saman að tillögunni og hefur hún verið samþykkt á þingi ÍSÍ. Í íþróttalögum er kveðið á um að ÍSÍ og UMFÍ ákveði íþróttahéruð. Íslandi er í dag skipt upp í 25 íþróttahéruð sem saman standa af sjö íþróttabandalögum í 18 héraðs- og ungmennasamböndum. Hlutverk íþróttahéraðanna er að vinna að fjölbreyttum hagsmunamálum íþrótta- og ungmennafélaga á hverju svæði. Mörg íþróttahéraðanna voru stofnuð á öðrum og þriðja áratug tuttugustu aldar, nokkur á fimmta áratugnum og örfá síðar. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var. Miklar breytingar hafa orðið á öllu ytra umhverfi héraðanna. En litlar breytingar hafa orðið á lög- bundnu hlutverki héraðanna og starfsemi þeirra er mismunandi allt frá því að vera mikil og niður í það að vera nánast ekki til staðar. Stjórnendur og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga, sem víða eru í hlutastarfi eða sjálfboðastarfi, sinna mjög öflugu og góðu starfi um allt land. Kröfur samfélagsins um starfsemi og skyldur félaganna hafa aukist mikið og einnig til þeirra sem starfa fyrir félögin. Víða eru félög í þröngri stöðu fjárhagslega og ráða illa við að hafa starfsfólk, sem gerir þeim erfiðara að skipuleggja starfsemi sína fram í tímann. Tillagan í hnotskurn Aðdragandinn: • Stefnumótun stjórnvalda felur í sér aukna samvinnu ÍSÍ og UMFÍ. • Innkoma fjögurra íþróttabandalaga hefur breytt UMFÍ • Talað hefur verið um aukið réttlæti og jöfnuð í hreyfingunni. Að óbreyttu er jöfnuðu ekki til staðar hvað varðar útgreiðslur lottófjármagns til sambandsaðila. Íþróttabandalögin hafa fram til þessa engar greiðslur fengið frá UMFÍ. • Kröfur eru að aukast á íþróttahéruðin. • Íþróttahéruðin eru misstór og geta þeirra misjöfn. • Styðja þarf betur við íþróttahéruð svo þau geti tekist á við þau verkefni sem nú þegar þarf að sinna en einnig verkefnum sem fyrirséð eru í framtíðinni. Vinnan: • UMFÍ og ÍSÍ með nefndir og vinnuhópa ásamt sameigin- legum nefndum. • Hagsmunaaðilar víðs vegar að í starfinu, stórir sem litlir um allt land. • Tillit tekið til víðtækra sjónarmiða. • Áhersla á að niðurstaðan tryggi aukið fjármagn út á land. Staðan í dag: • Stærð íþróttahéraða er mjög mismunandi og mismargir að vinna hjá þeim. • Ekki hægt að tengja fjölda starfsmanna við fjölda aðildar- félaga eða iðkendur. • Geta íþróttahéraða til að takast á við fyrirsjáanleg aukin verkefni er mismikil. Tillagan: • Efla íþróttahéruðin með því að koma á fót sameiginlegum starfsstöðvum um allt land. • Starfsstöðvarnar hafa það hlutverk að þjónusta íþrótta- héruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. • Sterkari íþróttahéruð og starfsstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni. • Þetta styrkir stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðlar þannig að farsæld barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar. Möguleg verkefni starfsstöðva skv. niðurstöðum úr könnun til íþróttahéraða • Aðstoð og frumkvæði við lögbundnar skyldur og verkefni, s.s. persónuvernd, sakavottorð, raunverulega eigendur, almannaheillaskrá o.fl. • Samráðsvettvangur milli landshluta • Samstarf og samskipti við opinbera aðila • Úthlutun fjármuna • Farsældarlög, fræðsla og innleiðing • Fræðsla og kynning • Samræming á verkferlum, viðbrögðum ásamt aðstoð í erfiðum málum • Efling lýðheilsu • Aðstoða aðildarfélög • Gæta að jafnræði og jafnrétti í starfinu • Tölfræðileg gögn fyrir svæðið • Aðstoð við ný félög • Skráning og yfirsýn um þjálfara á svæðinu – skipulagning og samnýting á svæðinu (farandþjálfun) • Aðstoð við nýsköpun og þátttöku í verkefnum • Aðstoð við styrkveitingar • Aðstoð við styrkumsóknir • Skráning minja og varðveisla heimilda

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.