Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 21
 S K I N FA X I 21 að börn og ungmenni haldi áfram í íþrótta- starfi. Nú hætta of margir í íþróttum á þess- um aldri til að einbeita sér að skólanum. Við erum að skoða að þau sem eru í íþróttum geti verið lengur í framhaldsskóla á móti. Við þurf- um með öðrum orðum að hugsa um krakk- ana,“ segir Vésteinn og bætir við að horfa þurfi til hinna Norðurlandaríkjanna. „Við þurfum að sjá til þess að rauði þráður- inn í gegnum kerfið sé á þann veg að ef ung- menni fara ekki í afreksíþróttir þurfum við að búa til gott fólk. Við þurfum að vinna betur með íþróttaþjálfurum og íþróttakennurum í skólum. Við eigum nefnilega að búa til leið- toga, þjálfara, stjórnendur og góða borgara,“ segir Vésteinn og lýsir fyrirkomulaginu á þann veg að það verði umgjörðin utan um atvinnu- væðingu afreksíþrótta. Þar verði búinn til launastrúktúr fyrir afreksíþróttafólk, landsliðs- hópa, þjálfara og alla þá sem þarf til að sinna landsliðsfólki. Á sama tíma þurfti sambands- aðilar að geta sinnt betur starfinu víða um land. Börn á að ala upp sem leiðtoga Ráðstefna í nóvember Fjallað verður um verkefnið og vinnu starfshópsins á stórri ráðstefnu á vegum Mennta- og barnamála- ráðuneytis, ÍSÍ og UMFÍ og fleiri á Grand Hótel 20. nóvember næstkomandi. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, leiðir starfshóp um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. „Það er auðvelt að búa þessa umgjörð til. Við þurfum að koma til móts við mismunandi þarfir um allt land og tryggja að börn og ung- menni á Austurlandi hafi sömu möguleika á því að verða afreksíþróttafólk og aðrir. Þeirra vegferð er nefnilega öðruvísi en þeirra sem búa í Reykjavík.“ Verkefnið er enn í mótun og hluti af grein- ingarvinnunni er að taka saman eins miklar tölulegar upplýsingar og völ er á, verkefna- styrki, tekjur og fleira til að búa til sem skýr- asta mynd af stöðunni áður en byggt verður ofan á hana. „Þetta gengur allt út á samræður, samvinnu og gegnsæi,“ segir Vésteinn og bendir á að í grunninn byggi kerfið á því að byggja sterkt og samræmt stoðkerfi um allt land. Vésteinn segist oft hafa verið spurður að því hvort Íslendingar geti orðið bestir í heimi. Hann svarar því ætíð á svipaðan hátt: „Það er ekkert sem segir annað. Ég er meiri leiðtogi en íþróttamaður, jafnvel þótt ég hafi komist í úrslit á Ólympíuleikum. En ég náði gulli þar sem þjálfari. Það gerðist af því að mér leið betur sem þjálfara. Og mér hefur líka liðið betur sem leiðtoga. Það er af því að ég var alinn upp í því að vera leiðtogi á Selfossi. Ef við sköpum hefð fyrir því að ná árangri og skapa umgjörð fyrir starfið getum við einmitt unnið gull í hvaða íþróttagrein sem er,“ segir Vésteinn að lokum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.