Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 18
18 S K I N FA X I átta. Ég fann eitthvert lítið herbergi sem virtist vera gott og henti tösk- unni minni og svefnpokanum inn í það. Þegar ég kom loksins út af stjórnarfundinum um miðnætti og ætlaði að fara að hvíla mig fyrir sam- bandsráðsfundinn sem átti að hefjast klukkan níu næsta morgun höfðu ungir strákar úr Keflavík komið sér þar fyrir. Ég ákvað þess vegna að fara frekar á kennarastofuna þar sem allt stjórnarfólkið svaf og deila stofunni með því,“ segir Magndís, sem flutti allt sitt hafurtask á milli herbergja. Hún minnist þess að í tilefni þess hafi Bergur Torfason frá Felli í Dýra- firði ort í sinn orðastað og kvæðið verið skrifað upp á töflu í kennara- stofu skólans morguninn eftir. Víst ég hefi víða náttað, veldur því sem áður skóp. Aldrei hef ég áður náttað ein í slíkum karlahóp. Í stjórn UMFÍ með Magndísi var margt þekktra, bæði í samfélaginu og innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar. Þar á meðal voru Þórir Haraldsson, Sæmundur Runólfsson, sem síðar varð framkvæmdas- tjóri UMFÍ, Ingimundur Ingimundarson, Kristján Yngvason, heiðurs- félagi UMFÍ, og Sigurjón Bjarnason, sem skrifaði bók um fundarsköp og fundarstjórn, hlutverk gjaldkera og ýmislegt fleira í stjórnun félagasamtaka um árabil. Magndís segir það hafa verið allt í lagi að vera svo til eini kvenmað- urinn í karlahópi eins og stjórn UMFÍ. En hún hafi ekki verið alein ætíð, því Dóra Gunnarsdóttir frá Fáskrúðsfirði hafi lengst af verið í stjórninni um svipað leyti. „Þetta voru allt fínir karlar og mér fannst aldrei leiðinlegt. Ég var oft eina konan á fundum og við vorum ekki margar á þingum. En ég tók ekkert eftir því þótt ég væri ein því þetta voru allt vinir mínir,“ segir hún og rifjar upp að Pálmi Gíslason hafi verið formaður UMFÍ mestallan þann tíma sem hún sat í stjórn UMFÍ. „Hann var frábær maður,“ bætir hún við. Nýkjörin stjórn UMFÍ á sambandsþingi 1981. Standandi f.v.: Hafsteinn Jóhannsson UMSK, Þóroddur Jóhannsson UMSE, Finnur Ingólfsson USVS, Diðrik Haraldsson HSK, Björn Ágústsson UÍA og Bergur Torfason HVÍ. Sitjandi f.v.: Dóra Gunnarsdóttir UÍA, Pálmi Gíslason formaður, Guðjón Ingimundarson UMSS og Magndís Alexandersdóttir HSH en hún var ný í stjórn, kom inn í stað Hauks Hafsteinssonar UMFK. Þá var Jón Guðbjörnsson UMSB einnig kjörinn í stjórn en hann var ekki staddur á þinginu. Magndís nefndi sambandsráðsfundinn á Hvammstanga árið 1984. Í umfjöllun Skinfaxa um fundinn var vakin athygli á því að aðeins tvær konur sátu fundinn, Magndís og Ásta Katrín Helgadóttir, starfsmaður UMFÍ. Magndís bendir á að líklega hafi fólk vorkennt Sigurþóri manni sín- um á þessum tíma. „Hann var alltaf heima með strákana okkar þrjá á meðan ég var með einhverjum körlum úti um allt. En svo var ég auðvitað ekki alltaf ein því Dóra var þarna með mér á tímabili og síðan kom Sigurlaug Hermanns- dóttir í stjórnina á þinginu á Húnavöllum 1991 þegar ég hætti,“ segir Magndís að lokum. TAKK FYRIR FRÁBÆRT LANDSMÓT UMFÍ 50+ Í STYKKISHÓLMI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.