Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 20
20 S K I N FA X I „Við þurfum að breyta hugsunarhættinum í tengslum við afreksíþróttamenningu, horfa á íþróttir sem eina heild og búa til gott fólk,“ segir Vésteinn Hafsteinsson. Hann er afreks- stjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og leiðir samhliða því starfshóp Ásmund- ar Einars Daðasonar, mennta- og barnamála- ráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþrótta- fólks. Hópnum er ætlað að yfirfara og leggja til breytingar á umgjörð, löggjöf og öðru sem þurfa þykir til að stuðningur við afreksíþrótta- fólk hér á landi verði í fremstu röð. Honum er falið að skoða sérstaklega kostnaðarþátttöku keppenda og fjölskyldna þeirra í landsliðsstarfi og lýðréttindi afreksíþróttafólks innan almanna- tryggingakerfisins. Þjálfarar og fleiri fari á laun Vésteinn og Guðmunda Ólafsdóttir, sem situr í stjórn UMFÍ og í vinnuhópi ráðuneytisins fyrir hönd UMFÍ, kynntu vinnu hópsins fyrir stjórn UMFÍ nú á haustdögum. Samkvæmt þeim kallast hugmyndirnar á við tillögur ÍSÍ og UMFÍ sem kosið er um á sambandsþingi UMFÍ; stefnt er að aukinni samræmingu og samstarfi sveit- arfélaga, íþróttahreyfingar og skóla landsins. Hópurinn hefur jafnframt með Véstein í farar- broddi unnið að greiningarvinnu þar sem staða íþróttamála er skoðuð í náinni samvinnu við íþróttahéruð og íþróttafélög um allt land. Stefnt er á að skipulagið liggi fyrir um ára- mót og verkefnið verði mögulega fjármagnað árið 2025. Í stuttu máli er verkefnið sambærilegt við önnur verkefni með svipuð heiti annars staðar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltríkjunum, að sögn Vésteins. „Við höfum alltaf vitað að hér er allt minna í sniðum en úti í heimi. Þjálfarar eru færri, fag- teymin færri og minni og aðstaðan öll önnur út af fjárskorti. Það er í raun erfitt að vera þjálf- ari hér í fullu starfi miðað við önnur lönd,“ segir hann. „Aðstaðan er líka misjöfn. Við vitum að aðstaðan er allt önnur á Austfjörðum og Vest- fjörðum og ekki hægt að líkja því við lífið í Hafnarfirði og Garðabæ. Við verðum einfald- lega að breyta hugsun okkar um afreksmenn- ingu og vinna í því að koma til móts við mis- munandi þarfi fólks. Þá förum við að ná betri árangri,“ heldur Vésteinn áfram og bendir á að málið snúist öðru fremur um samvinnu, samstarf og samskipti. Íþróttir sem lífsstíll Eins og vinnuhópurinn hefur rætt um þá er stefnt að því að leggja málið fram þannig að íþróttir fái mun meira vægi í daglegu lífi en áður, þær verða faglegri og gera iðkendum betur kleift að bæði æfa íþróttir, mennta sig í þeim og stunda þær lengur en áður. Í stuttu máli snýst þetta um lífsstílinn. Öðru fremur er breytingunni ætlað að draga úr brottfalli ungmenna úr íþróttum. „Brottfall í hópi 12–16 ára er mikið. Við þurf- um að hugsa um þann hóp og finna leiðir til Börn á að ala upp sem leiðtoga Vésteinn Hafsteinsson leiðir starfshóp sem vinnur að nýrri umgjörð fyrir íþróttastarf á Íslandi. Hann segir starfið miða að því að samræma íþróttastarf, skóla og daglegt líf. Guðmunda Ólafsdóttir situr í stjórn UMFÍ og í vinnuhópi ráðuneytisins fyrir hönd UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.