Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 19
 S K I N FA X I 19 „Það er ótrúlega skemmtilegt hvað undirtektirnar eru góðar. Það eru svo margir sem vilja vera með og taka þátt,“ segir Eva Katrín Friðgeirs- dóttir, sem með Fríðu Karen Gunnarsdóttur er þjálfari í heilsueflingar- verkefninu Virkni og vellíðan. Verkefnið miðar að heilsueflingu fólks 60 ára og eldri í Kópavogi. Þátttakendur fá þar tækifæri til að stunda hreyfingu tvisvar í viku í því félagi sem er næst heimili þeirra. Mark- miðið er að bæta líkamlega, andlega og félagslega heilsu bæjarbúa á besta aldri og stuðla að farsælli öldrun. Verkefninu var hleypt af stokkunum 1. október árið 2020 og var samvinnuverkefni Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), Kópa- vogsbæjar og þriggja stærstu íþróttafélaganna þar, Breiðabliks, Gerplu og HK. Að auki sjá íþróttafræðingar hjá Háskólanum í Reykjavík um þjálfun og mælingar á árangri heilsueflingarinnar. Kristján Valur Jóhanns- son, meistaranemi í íþróttafræði við skólann, stýrir mælingunum, sem Íþróttafélögin stuðla að vellíðan eldri borgara Verkefnið Virkni og vellíðan hefur fengið góðar undirtektir í Kópavogi. Íþróttafræðingar stýra verkefninu og nýta íþróttahús bæjarins fyrir æfingar en nemendur í íþróttafræðum gera mælingar. Sambærilegt verkefni hefur verið tekið upp hjá Fjölni. Mælingar á árangri eru gerðar reglulega. nemendur á þriðja ári í íþróttafræðum gera. Nemendur á fyrsta ári fylgjast með og koma að mælingunum. Háskólinn útvegar meis- taranema til að mæla hreysti og er stefnt að því að skrifa meistararit- gerð upp úr gögnunum. Þær Eva og Fríða brydda upp á ýmsum mismunandi möguleikum í hreyfingu fyrir þátttakendur í verkefninu. Þar á meðal eru fræðslu- fundir og gönguferðir. Mikilvægur hluti af þátttökunni er mælingar sem nemendurnir við Háskólann í Reykjavík vinna að. Rúmlega 360 manns eru skráðir í heilsueflingu Virkni og vellíðan í Kópavogi og þar að auki taka um 80 manns þátt í félagsmiðstöðvum eldri borgara í bænum. Þær Eva og Fríða stýra líka verkefninu Frísk í Fjölni, sem er sambærilegt og í Kópavogi, nema að Reykjavíkurborg kemur ekki að verkefninu. Í Fjölni eru þátttakendur 80 talsins. Þær Eva Katrín Friðgeirsdóttir og Fríða Karen Gunnarsdóttir með Kristjáni Val Jóhannssyni þegar mælingarnar fóru fram í Kórnum í Kópavogi. Þátttakendur mættu í tveimur stórum hópum í mælingarnar í íþrótta- húsi HK í Kórnum. Margir slógu á létta strengi, enda hefur verkefnið góð félagsleg áhrif á þátttakendur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.