Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 42
42 S K I N FA X I
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Borðtennisdeildir
spretta upp víða
Halldóra Ólafs ásamt Elíasi Bergmanni Jóhannssyni, formanni Ungmennafélags Laugdæla.
Mattia Contu unglingalandsliðsþjálfari sýnir ungum iðkendum taktana á á Laugarvatni.
Borðtennis var kynnt á síðasta Unglingalandsmóti UMFÍ
og nú er búið að stofna deildir víða. „Góð íþrótt fyrir alla
aldurshópa,“ segir borðtennisforkólfur á Laugarvatni.
„Spaðaíþróttir eru mjög góðar fyrir bæði heil-
ann og líkamann, enda reyna þær á snerpu,
þol og samhæfingu. Í íþróttinni skipta kyn
og aldur líka minna máli en í öðrum greinum.
Þetta er frábært fjölskyldusport sem allir geta
tekið þátt í og tíu ára barn getur jafnvel unnið
fullorðna karla,“ segir Halldóra Ólafs á Laugar-
vatni. Í ágúst var stofnuð spaðaíþróttadeild
undir merkjum Ungmennafélags Laugdæla
og eru æfingar í íþróttahúsinu á Laugarvatni.
Halldóra er með þekktari borðtennisspilur-
um landsins, varð Íslandsmeistari árin 2003
og 2011, sama ár og hún lagði spaðana á hill-
una. Sex ár eru síðan hún flutti að Laugarvatni
og hefur hún nú dustað rykið af spöðunum.
Vildu nýjung fyrir unga
iðkendur
Í íþróttahúsinu á Laugarvatni voru tvö gömul
borðtennisborð sem hefðu gott af yfirhalningu.
Halldóra keypti sér æfingaróbót sem hún
setti við annan enda borðs.
„Þótt það þurfi aðeins tvo til að spila borð-
tennis er róbótinn frábær spilafélagi þegar
maður er ekki með mótherja. Róbótinn þreytt-
ist líka aldrei á því að spila gegn mér og ég
fann hversu ótrúlega góð hreyfingin var. Mér
fannst þetta ótrúlega skemmtilegt,“ segir hún.
Ástæða stofnunar spaðaíþróttadeildar UMFL
var eftirspurn eftir nýjum greinum á Laugarvatni.
„Við vildum kynna eitthvað nýtt fyrir krökkun-
um. En svo kom líka upp áhugi hjá fullorðna
fólkinu, sem vildi fleiri greinar til að æfa,“ segir
hún og bætir við að vel hafi verið tekið í fram-
takið. Nú æfi um 40 börn og ungmenni borð-
tennis á Laugarvatni. Fáa þarf líka til að spila
borðtennis enda nóg að tveir spili í einu. Borð-
tennis er því kjörin íþróttagrein fyrir minni
bæjarfélög, að hennar sögn.
„En við þurfum fleiri borð. Miðað við fjölda
iðkenda væri frábært að hafa átta borð. Það
er ekki nóg að hafa tvö borð sem þurfa lag-
færingu. Við ætlum þess vegna að safna
styrkjum og kaupa fleiri borð til að geta fjölg-
að æfingatímum,“ segir Halldóra, sem þjálfar
börnin á Laugarvatni í borðtennis með Rubén
Illera López, spænskum þjálfara sem búsettur
er á Selfossi. Hann kemur í hverri viku á
Laugarvatn.
Borðtennis springur út
Halldóra bendir á að mikill uppgangur sé í
borðtennis um þessar mundir. Það sé bæði að
þakka kraftmiklu útbreiðslustarfi Borðtennis-
sambandsins og tækifærunum sem hafi skap-
ast, svo sem við kynningu á greininni á Lands-
móti UMFÍ 50+ og Unglingalandsmóti UMFÍ.
Sem dæmi var kynning á borðtennis á mótinu
á Sauðárkróki í sumar og mættu 139 til að
prófa á nýjum borðum sem sveitarfélagið
hafði keypt og setti upp í félagsmiðstöðvum
á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Í kjöl-
farið kviknaði þar áhugi á íþróttinni og er nú á
teikniborðinu að stofna þar borðtennisdeild
undir merkjum Tindastóls. Borðtennisfélag
var sömuleiðis stofnað í Mosfellsbæ í haust,
þótt það sé ekki undir Ungmennafélaginu
Aftureldingu. Ungmennafélagið Þristur á
Fljótsdalshéraði er eitt af nýjustu félögunum
sem bæst hafa í hópinn og bjóða upp á borð-
tennis.