Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 9
 S K I N FA X I 9 Nuuk á Grænlandi á vegum NordUng dagana 22.–30. júlí. Embla fór þá aftur utan ásamt 24 öðrum þátttakendum frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Þýskalandi og Eistlandi. Ungmennavikan hét á grófri íslensku: Ungmennavika: Baunasúpa: Samneyti í fjölbreyttu samfélagi (e. Youth Week: „Pea soup: Coexis- tence in a diverse society“). Í ungmennavikunni í Nuuk var áherslan á tengsl meirihlutahópa og minnihlutahópa. Þátttakendur lærðu um hvað meiri- og minnihlutahóp- ar eru, bæði í kringum okkur og í heiminum, og var hópnum skipt upp. Hópur Emblu fjallaði um hinsegin samfélagið í Ungverjalandi og komst að því að þar má hinsegin fólk hvorki ganga í hjónaband né ættleiða börn. Hópurinn skoðaði líka hvað það er að vera valdeflandi og hvernig það er að vera valdeflandi innan minnihlutahópa, hvernig þau geta verið valdeflandi og hverjir gera þau valdeflandi. Í lok vikunnar fóru þau yfir það sem þeim fannst mikilvægast við það sem þau lærðu yfir vikuna og bjuggu til texta og tóku upp efni sem verður klippt saman í nokkur myndskeið. Verða þau samantekt af vik- unni og fræðsla til annarra ungmenna, sýnd á heimasíðu NordUng. „Grænland er töluvert öðruvísi en ég átti von á. Ég var kannski með einhverja ákveðna ímynd af Grænlandi en það var ekkert eins og ég átti von á. Sérstaklega þegar við festumst á flugvellinum, þetta er eitt- hvað svo eðlilegt fyrir Grænlendingunum,“ segir Embla og vitnar í ævintýrið þegar þau festust á flugvellinum í Kangerlussuaq, en þar tók við 32 klukkustunda bið í stað þess að stoppa í fjóra tíma. Eigum að fá jöfn tækifæri Embla Líf segir það mikilvægt að UMFÍ haldi áfram að styðja við ferðir ungmenna til annarra landa, enda séu þær afar mikilvægur og fróð- legur skóli sem allir ættu að upplifa. „Ég væri klárlega til í að fara aftur út í svona ferð. Ferðirnar gáfu mér svo mikið og ég lærði gríðarlega mikið. Í báðum ferðunum var fólk frá mismunandi löndum og við lærðum mikið af því. Það sama á við um fræðslu um minnihluta- og meirihlutahópana,“ segir Embla. „Það væri áhugavert að skoða stöðu mismunandi hópa innan UMFÍ hjá sambandsaðilum, hvort börn séu að upplifa og fá sömu réttindi innan síns héraðs varðandi æfingatíma, hvort og hvernig munur er hjá þeim að komast á æfingu, hvernig þátttaka þeirra er í æskulýðsstarfi og margt fleira. Það sem ég lærði á klárlega eftir að nýtast mér í vinnu við fleiri viðburði hjá UMFÍ, ég er með opnara hugarfar og sveigjan- legri gagnvart ólíkum hópum sem bæði leita til UMFÍ og þeirra sem UMFÍ og ungmennaráðið þurfa að leita til. Við komum hvert úr sinni áttinni og höfum mismunandi bakgrunn. Draumurinn er að engu skipti úr hvaða hópi fólk kemur, öll ættum við að fá að vera í þeirri íþrótt eða í því æskulýðsstarfi sem við viljum,“ segir Embla að lokum. NordUng var stofnað árið 1946 með það markmið að styrkja samstarf á milli ungmennafélaga á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. NordUng heldur meðal annars leiðtoganám- skeið, málstofur og ráðstefnur á Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu í samstarfi við aðildarfélög og aðra samstarfsaðila. UMFÍ hefur lengi verið samstarfsaðili NordUng og hefur oft átt fulltrúa í stjórn. Fulltrúi UMFÍ og Ungmennaráðs UMFÍ í stjórn UngNord nú er Halla Margrét Jónsdóttir. Formaður NordUng er Ylva Sóley Jóhanna Þórsdóttir Planman. Hún er íslensk í annan legginn og býr hér á landi. Hún tók við for- mannssætinu í vor. Ylva er sænsk í hinn legginn og situr í stjórn ungmennasamtakanna fyrir hönd sænska félagsins FNUF – Fören- ingarna Nordens Ungdomsförbund. Samtökin hafa í gegnum tíðina fundað víða á Norðurlöndunum, þar á meðal nokkrum sinnum hér á landi og þá í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.