Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 27
 S K I N FA X I 27 Kenna þarf íþróttafólki að finna leiðir til að tak- ast á við vonbrigðin þegar það nær ekki þeim markmiðum sem það setur sér, að sögn sál- fræðingsins Richard Taehtinen, eins þriggja sálfræðinga sem á ráðstefnunni héldu erindi um mikilvægi samvinnu og trausts á milli þjálfara og íþróttafólks. Hinir íþróttasálfræðingarnir voru þeir Thomas Danielsson og Helgi Héðinsson, en allir tóku þeir þátt í fyrsta hluta ráðstefnunnar „Sálfræði og íþróttir“, sem haldin var undir merkjum Sýnum karakter undir lok septem- ber. Vel var mætt á ráðstefnuna, enda hefur sálfræði í íþróttum og andlegi þátturinn sífellt stækkað og orðið að stærra viðfangsefni í þjálfun síðari ára. Ráðstefnunni var skipt í þrjá hluta eftir mis- munandi áherslum og voru íþróttasálfræðing- arnir þrír í fyrsta hluta hennar. Sá hluti fjallaði um mikilvægi þess að byggja upp traust á milli þeirra fagaðila sem koma inn í íþróttastarfið, til þess að skapa grundvöll til að byggja sál- fræðivinnu á. Einnig ræddu þeir um að máli skipti að fá samþykki leiðtoga innan íþrótta- liða til að stuðla að auknum árangri íþróttasál- fræðinga með íþróttafélögum eða liðum. Heiðar Davíð Bragason, yfirþjálfari hjá Golf- klúbbi Akureyrar, veitti einnig innsýn þjálfar- ans í þessa samvinnu íþróttasálfræðings og gaf dæmi um mikilvægi þess að sálfræðing- urinn þekkti einnig íþróttagreinina vel og gæti tekið þátt í leiknum til að efla traustið á milli hans og íþróttamannsins. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir spurði sálfræðingana í fyrirspurnatíma hvað íþrótta- fólk gæti gert þegar það næði ekki markmið- um sínum þegar á hólminn væri komið og hvernig takast eigi á við það þegar settu mark- miði er ekki náð. Richard Taehtinen greip bolt- ann á lofti og svaraði: „Þetta þarf að kenna, bæði íþróttakennurum, þjálfurum og íþrótta- fólki.“ Hvernig getur íþróttamaður tekist á við vonbrigðin? Fjallað var um andlega þáttinn í þjálfun og íþróttaiðkun á ráðstefnu undir merkjum Sýnum karakter. Meðal annars var fjallað um traust, leiðtoga í íþróttaliðum, samvinnu og fleira. Sýnum karakter er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og HR. Markmið þess snýr að þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum og er því ætlað að hvetja þjálfara og íþróttafélög til að leggja enn meiri og markvissari áherslu á að byggja upp góðan karakter hjá iðkendum og gera þá betur í stakk búna til að takast á við lífið auk þess að ná árangri í íþróttum. Ráðstefnan Sálfræði og íþróttir skiptist upp í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn fjallaði um mikilvægi þess að byggja upp traust á milli þeirra fagaðila sem koma inn í íþróttastarfið, til þess að skapa grundvöll til að byggja sálfræði- vinnu á. Hinir tveir voru eftirfarandi: Sálfræðileg færni í þjálfun barna og unglinga • Óli Stefán Flóventsson, þjálfari hjá Ungmennafélaginu Sindra, veitti mjög áhugaverða innsýn í sína nálgun sem þjálfari hjá litlu liði úti á landi og hvernig hægt væri að byggja upp karakter hjá iðkendum með skipulögðum hætti og endurskilgreina hvað væri árangur. • Grímur Gunnarsson sálfræðingur fjall- aði um uppbyggingu á hugrænni þjálf- un innan yngri landsliða KSÍ. • Edda Dögg Ingibergsdóttir, íþróttasál- fræðiráðgjafi hjá Fimleikasambandi Íslands, fjallaði um fræðslu FSÍ í þjálfun sálfélagslegrar færni og mikilvægi þess að veita foreldrum sömu upplýsingar og iðkendum. Það styrkti foreldra til að styðja betur við ungmennin og auð- veldaði þeim að tala um andlega líðan í íþróttum. Verkefnið 5C • Dr. Hafrún Kristjánsdóttir fór yfir tilurð verkefnisins 5C, mikilvægi þess og framkvæmd. Erasmus+ styrkir verk- efnið, en samstarfsaðilar þess eru ÍSÍ, UMFÍ, Háskólinn í Reykjavík og Lough borough-háskóli í Englandi. Fimleika- samband Íslands og Knattspyrnusam band Íslands vinna að innleiðingu aðferðafræði 5C í starf sitt sem Chris Harwood prófessor hannaði hjá tveim- ur íþróttafélögum (deildum). Verkefnið hófst árið 2021 og rennur sitt skeið á enda í upphafi árs 2024. • Prófessor Chris Harwood gaf stutta kynningu á einum af þessum fimm þátt- um (Commitment, Communication, Concentration, Control, Confidence) sem aðferðafræðin byggir á. Fjallaði hann um skuldbindingu (Commitment) og fór yfir aðferðir sem þjálfarar gætu notað á æfingum til að veita iðkendum skilning á hvað væri skuldbinding og hvernig ætti að draga hana fram á æfingum og í keppni. • Steinar Leó Gunnarsson, þjálfari hjá 3. og 4. flokki hjá Fylki, veitti innsýn þjálf- ara sem hefur sett sig inn í aðferða- fræðina og lagt sig fram við að innleiða hana á æfingum. • Að lokum veitti Daði Rafnsson, fag- stjóri afrekssviðs MK og doktorsnemi í HR, innsýn í fjölbreytta notkun 5C.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.