Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.02.2023, Blaðsíða 43
 S K I N FA X I 43 „Skinfaxi er enn í fullu fjöri, og engin ellimörk á honum finnanleg, enda eru fjörtíu ár aðeins hæfilegt þroskaskeið,“ er ritað í fertugasta árgang Skinfaxa, tímarit UMFÍ. Ef ritstjóri þá bara vissi að blaðið ætti mörg góð ár eftir og væri á sínum 114. árgangi í dag. Sjöunda Landsmót UMFÍ var haldið í Hveragerði dag- ana 2.–3. júlí árið 1949. Sama ár fagnaði Skin- faxi 40 ára afmælinu, en blaðið kom fyrst út árið 1909. Í fyrstu átti Landsmótið að vera haldið á Eið- um á Austurlandi. Undirbúningur þess fór vel af stað og allt gekk eins og í sögu. Austfirð- ingar réðu Bóas Emilsson í starf framkvæmda- stjóra mótsins og var hann sá fyrsti í sögu móta- halds UMFÍ til að bera þann titil. Stjórnir UMFÍ og Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands (UÍA) skiptu með sér verkum við undirbúning og framkvæmd móts- ins. Því fylgdi talsverð uppbygging. Sund- stæði var hlaðið, en hafði þó aðeins kalt vatn, vegir voru lagðir og bílastæði búin til, tjald- stæðin undirbúin og gerður íþróttavöllur, auk þess sem ráðist var í að leggja þjóðveg frá Egilsstöðum út til Eiða. Tipptopp, eins og sagt er. En allt var þetta gert fyrir ekkert, eins og bókað var í neyðarkalli frá UÍA vegna mótsins á stjórnarfundi UMFÍ. Raunin var að veðurguðirnir voru Austfirð- ingum síður en svo hliðhollir. Á Eiðum hafði snjóað langt inn í sumarið og íþróttavöllurinn var gegnblautur með kol- klaka, vegir ófærir og í raun var allt í volli. Þetta var skelfileg staða og því var brugðið á það ráð að hringja í forystusveit Héraðssambands- ins Skarphéðins og kanna hvort mögulegt væri að flytja mótið á milli landshluta og halda það í Hveragerði í stað Eiða. Það reyndist mögu- legt og var niðurstaðan sú að halda Lands- mót UMFÍ fyrstu helgina í júlí. En nú voru góð ráð dýr, því tíminn var ansi naumur. Aðeins þrjár vikur voru fram að móti. Þess vegna þurfti aldeilis að spýta í lófana. Þrír einstaklingar tóku sæti í landsmóts- nefnd. Það voru þeir Hjörtur Jóhannsson frá HSK, Jóhannes Þorsteinsson frá Ungmenna- félagi Ölfusinga og Daníel Ágústínusson fyrir Útskriftarnemendur Íþróttakennaraskólans sýna dans á Landsmóti UMFÍ í Hveragerði 1949. hönd UMFÍ. Bóas Emilsson var þrátt fyrir óleik almættisins í hlutverki framkvæmdastjóra móts- ins og stýrði hann undirbúningi þess fyrir sunnan. Hvergerðingar bjuggu svo vel að eiga það sem þá var talin besta sundlaug landsins. Af þeim sökum þurfti ekki að hlaða sundstæði á nýjan leik, heldur voru áhorfendasvæði byggð við laugina. Í Hveragerði var enginn íþrótta- völlur. Við skólahúsið var hins vegar grasflöt, sem var lagfærð og gerður ágætisvöllur auk þess sem byggður var pallur fyrir íþróttasýn- ingar, glímu og dans. Nú var loksins blásið til leiks. En leiðinda- veðrið leitaði í suðvestur og gerði þátttakend- um óleik strax á fyrsta degi. En þrátt fyrir brösug- lega byrjun á Landsmótinu tókst allt vel að lokum og þrátt fyrir rigningu hafa eflaust flestir skemmt sér konunglega. Völlurinn varð mjög blautur en enginn hætti samt keppni. Landsmót UMFÍ snúast um margt fleira en keppni. Það sama heyrði um mótið í Hvera- gerði. Þar var skemmtun í hávegum höfð. Á sunnudeginum var hátíðardagskrá þar sem lúðrasveit lék ættjarðarlög, margir héldu ræðu og ýmis skemmtiatriði voru sýnd. Gamla myndin: Allt er gott sem endar vel Eitt skemmtiatriðanna var á vegum hóps útskriftarnema við Íþróttakennaraskólann, sem sýndu þjóðdansa undir stjórn Sigríðar Val- geirsdóttur. Stelpurnar klæddust blússum og litríkum pilsum og strákarnir voru í hvítum hálf- ermaskyrtum með hálsklúta. Á myndinni má sjá nokkrar af stelpunum dansa og þó að myndin sé svarthvít er létt að ímynda sér lita- gleðina í pilsum þeirra með því einu að skoða mynstrin á pilsunum. Það má með sanni segja að mótið hafi tekist einstaklega vel þrátt fyrir smá hnökra í upphafi og sannast þar með orðatiltækið að allt sé gott sem endar vel. Hægt er að lesa sögu Ungmennafélags Íslands í ritinu Vormenn Íslands. Það er aðgengilegt á flestum bókasöfnum og á vefsíðu UMFÍ (https://www.umfi. is/media/ljtjixyl/vormenn-islands_low. pdf). Hægt er að fara með myndavél far- síma yfir QR-kóð- ann hér til hliðar og fara beint á bókina. ALM Verðbréf hf. Apotek Suðurlands ehf Benni pípari Bílamálun Egilstöðum ehf. Bílar og tjón ehf. Bókhaldsþjónusta Arnar Inga Bókráð Dynkur ehf. Einhamar seafood Enor ehf. Ferðavagnar.is Félag skipstjóramanna Garðabær GG lagnir ehf. Gistihús Selfoss ehf. Gjögur ehf. Húnaþing vestra Ísfrost ehf. Jóndi og Gagga slf. KK kranabíll Króm og hvítt ehf. KÞ verktakar ehf. Lamb inn veitingar Laxmaður ehf. Loðnuvinnslan hf. Máni verktakar Mundakot ehf. Nesbú egg Raftækjaþjónusta Trausta Rafverkstæði IB ehf. Reykás ehf. Reykjavík seaadventures Rjómabúið Erpsstaðir SG Hús Skerping Jóns ehf. Skrifstofuþjónusta Austurlands Sparri ehf. Strendingur ehf. Sveitarfélagið Ölfus Sæplast ehf. T.ark arkitektar ehf. Tannlæknastofa Suðurlands ehf. Tjörneshreppur Trésmiðjan Borg Trésmiðjan Rein Útfarastofa Íslands Vegamót Bíldudal Veisluþjónusta Suðurlands Verkalýðsfélagið Hlíf Vinnuföt Vogir.is Þorbjörn Fisknes Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.