Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 3

Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 3
LÆKN ANEftflllVIN Útg. Fél. Læknanema Háskóla íslands. Reykjavík, desember 1962 4. tbl., 15. árg. 9i olbeinn 9Cnstófersson, lœkmr: Rön tgen lœkn ingar Fyrri hluti Kolb. Kristófersson, lceknir, hefur sýnt blaðinu þann velvilja að taka saman ýtarlec/t yfirlit um Böntgen- lœkningar, en þœr höfum við flest orðið að láta okkur nœgja að þekkja af nafninu til. Fyrri hluti greinar Kolbeins birtist hér og fjallar hann einkum um fysik og teknik, en síðari hluti greinarinnar, sem birtist i nœsta blaði mun fjalla um biologisk atriði, indicationir, contraindicationir, prognosu, complicationir og control í sambandi við Rtg.tlierapy. — Ritstjóm. Vart mun hafa verið liðið árið frá uppgötvun röntgengeislanna, þegar tekið var eftir áhrifum þeirra á lifandi vefi. Má segja, að þá samstundis hafi þeir verið teknir í notkun til lækninga. í fyrstu var þeim beitt við húð- kvilla, síðan við dýpri læsionir. Telja má, að notkun þeirra þá, hafi verið í hæsta máta ótímabær, því svo til engar rannsóknir á á- hrifum þeirra á lifandi vefi, heil- brigða eða sjúka, höfðu verið gerð- ar, enda hafa þeir skaðar verið margir, sem komið hafa í ljós síð- ari árin, og stafað hafa af kritikk- lausri notkun þeirra. Um áratugabil var það aðal- vandamálið, að koma nægjanlega miklu geislamagni á ákv. svæði, án þess að skaða umhverfi þess og yfirlæga húð, þ.e. fysisks og tæknilegs eðlis. Nú síðari árin hafa rannsóknir fyrst og fremst beinzt að biolog- iskum áhrifum þeirra. I FYSIK OG TEKNIK. Að eðli eru röntgengeislar raf- segulsveiflur, sem breiðast út með hraða Ijóssins, hafa engan massa og eru óhrifnæmar fyrir áhrifum segulsviðs. Er því ekki hægt að sveigja þær til né heldur að þétta þær í mjórri og sterkari geisla-

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.