Læknaneminn - 01.12.1962, Síða 4
LÆKN ANEMINN
4
búnt. Eru því sama eðlis og y-
geislar, ýmissa isotopa t. d. ra-
dium og cobolts 60.
Þeir koma fram þegar electron-
ur stöðvast skyndilega af ein-
hverju efni. Mestur hluti hreyfi-
orku electronanna breytist þá í
hita, sem getur orðið mjög hár.
Stöðvunarefnið í anóðu röntgen-
lampans hitnar því mikið og verð-
ur að hafa hátt bræðslumark. í
hana er því jafnan brúkað wol-
fram. Lítið brot af hreyfiorkunni,
minna en 1 hundraðshluti, breyt-
ist í geisla.
Röntgengeislar lúta ákv. iög-
málum fysiskum, hafa sín sérein-
kenni og ýmis konar áhrif á efni
það, sem þeir eyðast í. Bylgju-
lengdin er einkennandi fyrir
hverja geisla gerð. Sum geisla-
virk efni senda frá sér y-geisla
af aðeins einni bylgjulengd t. d.
CO';o. Slíkir geislar eru sagðir vera
monokromatiskir; ef bylgjulengd-
ir eru tvær þá dikromatiskir o. s.
frv. Röntgengeislar, sem mynd-
ast 1 röntgenlampa hafa ekki
eina bylgjulengd heldur óendan-
lega margar, þótt mest sé af
geislum af bylgjulengdum innan
vissra marka og bylgjulengd
styztu geislanna fari ekki niður
fyrir ákveðið mark svok. A min.
Er sagt að fram komi röntgen
spektrum. (A. min. = 12.35 : kv.
sem geislarnir eru myndaðir við,
útkoman í Áng. 1 Áng = 1:10
milj. mm.).
Þeim mun hærri, sem spennan
á milli póla röntgenlampans (kat-
óðu-anóðu) er, en hún rekur elekt-
rónurnar frá kat. til an., því
hraðara fara þær. Því meiri sem
hraði þeirra er þegar þær stöðv-
ast á anóðunni, þeim mun styttri
er bylgja þeirra geisla, sem mynd-
ast. Því styttri sem bylgjulengd
geislanna er, þeim mun harðari
er sagt að þeir séu. Því harðari
sem geislar eru, þeim mun dýpra
ná þeir að ganga inn í efni það
sem fyrir þeim verður, þ. e. pene-
tration þeirra eða smygi vex með
hörkunni.
Af því röntgengeislar eru raf-
segulsveiflur gildir um þá það lög-
mál bylgjuhreyfingar, að tíðnin
V er í öfugu hlutfalli við bylgju-
lengdina þ. e. A • V. = 300000
km/sek. Þegar rætt er um orku í
sambandi við rafsegulsveiflur,
hafa menn hugsað sér minnsta
skammt sem orkan kemur fram í
(Planck) eins og við rafmagn
(electrona) og efni (atom). Slík-
ur skammtur er kallaður kvantum
og geisla orkan er ævinlega marg-
feldi af því. Orkan er táknuð
með h.v. en h er svokallað Plancks
konstant og er 6,55. 10“2T erg/sek.
... , . . , 300000
Af þessu sest: E=h.v.-;h.
A
þ. e. því minni sem \ er þ. e. því
styttri sem bylgjan er, því stærri
orkuskammturinn, þ. e. harðir
geislar eru orkumeiri en mjúkir
geislar.
Lægsta spenna sem röntgen-
geislar myndast við er um 6 kv.
Slíkir geislar eru kallaðir grenz
geislar. Þeir eru svo mjúkir, að
þeir smjúga ekki nema brot úr mm
inn í húð. Efnið í þeim hluta rönt-
genrörsins, sem þeir fara út um
verður því að vera bæði þunnt og
atomlétt. Vanalega er notað Beryl-
lium. Geislar, sem myndast við
200—1000 kv. spennu eru kall-
aðir djúpgeislar. Það er ekki veru-
legur ávinningur í smygi geisla,
sem myndast við t.d. 800 kv.
spennu miðað við geisla, sem
myndast við t.d. 250 kv. spennu.
Algengustu geislatækin eru því
250 kv. tæki. Ekkert vandamál
er að framleiða mýkri geisla.
Ef framleiða á harðari geisla er