Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Síða 7

Læknaneminn - 01.12.1962, Síða 7
LÆKNANEMINN 7 til þess að minnka geisla magnið, sem frá lampanum kemur um helming, t.d. er helmingunargildi geisla framleiddra við 180 kv spennu með 15 mA straumgangi og sem þegar hafa verið filtrerað- ir með 1 mm þykkri eirplötu um 1,70 mm Cu. Einingar. Geislar eru mældir á hreinan fys- iskan hátt og einingin kölluð ,rönt- gen“ eða ,,r“, 1 r er það geisla magn, sem ioniserar 1 cm3 af lofti 0° heitu, við 760 mm Hg þrýsting, í loftumhverfi, það mikið af þessi 1 cm3 leiði eina electrostatiska einingu. Orkan svarar til 84 erg á 1 gr af lofti. Þetta gildir um alla röntgengeisla undir 3 MeV, en harðari geislar lúta nokkuð öðrum reglum. Þegar geislað er lifandi substrat skiptir það í raun og veru ekki máli hve mikið það geislamagn myndi ionisera loft, heldur hitt hve mikið það ioniserar viðkom- andi substrat og það er talsvert mismunandi eftir samsetningu þess og hörku geislanna. Hefur því verið tekin upp eining „rep“ (rönt- gen equivalent physical). Rep er sú ionisations vinna, sem 1 r fram- kallar í vatni —1 93 erg/gr. Geisl- ar, sem myndast við 200 Kv. spennu valda ekki roða á húð fyrr en magnið er orðið 800 r í einum skammti, því við ofangreinda hörku absorberast það lítill hluti þeirra í sjálfri húðinni. Af geisl- un sem myndast við 80 Kv spennu þarf ekki nema 360 i til þess að framkalla sama effect í húðinni og byggist þetta á því, að því mýkri sem geislarnir eru því fyrr absorberast þeir og því þéttari er ionisationin og þai' með biolog- isk áhrif. Má í þessu sambandi geta þess, að við 200 Kv verða £>00 ionisation á 1 my og bilið milli þeirra um 20 A° við 1 MeV 160 ionisation á 1 my og bilið á milli þeirra um 60 A°. Absorptions koefficient vefja segir til um hve mörgum sinnum meiri absorption þeirra er, heldur en vatns við sömu hörku. Til skýr- ingar má taka fram, að geislar framleiddir við 60 Kv absorberast í fitu að 7/10 hlutum þess sem absorberast í vatni og vöðva, bein absorbera hinsvegar 5 sinnum meira en vöðvi. Absorptions koef- ficient fitu er því 0,7, vöðva 1 og beins 5 við 60 Kv spennu. 1 rep í vöðva = 5 rep í beini. Eftir því sem harka geislanna vex því minni verður mismunur absorptionskoefficientanna og þegar harkan er komin yfir 1 MeV er hann praktiskt talað 1 fyrir alla vefi. Einingin rad (radiation absorbed dose) svarar til 100 erg/ gr. efnis = 1.075 rep ef um vatn er að ræða. Venjulega þegar sagt er að ein- hver sjúklingur hafi fengið svo og svo mörg r á ákveðna læsion þá er átt við það, hve mörg r hann hafi fengið eins og þau mældust frá röntgenlampanum í lofti, þ.e. svokallaðui- loftdosis. Það er í raun- inni ekki nóg að vita það, heldur hitt líka hve stór skammtur fór inn í líkamann. Þegar geislarnir lenda á efni kemur fram svoköll- uð sekundergeislun. Hún er að magni háð eðlisþyngd efnisins, hörku primeru geislanna og stærð þess húðsvæðis, sem geislarnir lenda á. Við loftdosis leggst því niagn sekundæru geislanna, ef finna á geislaskammt á húð og það er þýðingar-mikið að vita hve mikið hún fær, því þoli hennar

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.