Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 11

Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 11
LÆKNANEMINN 11 ekki stéttarbi óður, ef maður var á ferðalagi og þess var kostur. Einangraða lækna þyrsti í and- legan félagskap. Það var eitt af fyrstu verkum Alþingis, er það hafði fengið lög- gjafarvald, að bæta úr læknafæð- inni í landinu með því að fjölga læknishéruðum. Svo er að sjá sem það hafi eitthvað komið til mála bá skömmu síðar að reyna að koma á almennum læknafundi, því að Fritz Zeuthen, héraðslækn- ir á Eskifirði, lætur þess getið í einkabréfi til Hjaltalíns landlækn- is, dags. 20/1 Í877, að hann hafi heyrt getið um væntanlegan læknafund í Reykjavík og kveður sig langa til að vera þar með. Lengra hefur það ekki komizt, en sennilega hefur það verið fyrir frumkvæði Zeuthens, að fvrsti læknafundur hérlendis var hald- inn á Seyðisfirði 16. ágúst 1894 að afloknum amtráðsfundi, en þar höfðu nokkrir af Austfjarðalækn- i>num verið mættir sem fulltrúar. Á þessum fundi voru mættir þess- ir fimm læknar: Fr. Zeuthen á Eskifirði, Árni Jónsson á Vopna- firði, Þorgrímur Þórðarson á Borgum í Austur-Skaftafellssýslu, Jón Jónsson á Egilsstöðum og Guðmundur Scheving Bjarnason aukalæknir á Seyðisfirði. Fundargerð þessa fundar mun vera týnd, en skv. Austra, 24. tbl. 1894, bundust þessir læknar fé- lagsskap um betri samvinnu og ákváðu að halda fund árlega. ..Zeuthen varð að fara, áður en ályktanir voru gerðar“, stendur þar, svo að fundurinn mun hafa orðið endasleppur, en þó mun hafa verið gengið frá stofnun Læknafélags Austurlands, sem að vísu varð skammlíft, og fundar- menn skrifuðu undir áskorun til heilbrigðisstjórnarinnar, sem sjá má af bréfi þeirra í skjalasafni landlæknis, viðvíkjandi lyfjataxt- anum og nauðsyn á breytingu á Pharmacopea Danica frá 1868. Næsta ár, eða 1895, hélt Lækna- félag Austurlands ársfund sinn á Eskifirði dagana 15. og 16. ágúst og mun það einnig hafa verið í sambandi við amtráðsfund, því að þar mættu auk fyrrnefndra fimm lækna amtmaðurinn, Páll Briem, sýslumennirnir A. V. Tulinius og Sigurður Pétursson og sýslunefnd- armaður Halldór Benediktsson á Skriðuklaustri. Á þessum fundi voru ýmis merkileg mál rædd og skal þeirra nú getið: I. mál: Læknaskipun. Þessar tillögur sam- þykktar: 1. Að skora á lækna í hinum landsfjórðungunum að gera nýjar tillögur um læknaskipun í hverj- um landsfjórðungi. 2. 1 Austfirðingafjórðungi séu 10 læknishéruð: Axarf jarðar, Þistilfjarðar, Vopnafjarðar, Jök- ulsdals, Upphéraðs, Uthéraðs (með Borgarfirði), Seyðisfjarðar, Eskifjarðar, Djúpavogs og Aust- ur-Skaftafellssýslu. 3. Að leita álits sýslunefnda Austfirðingafjórðungs um 'lækna- skipun þar. II. mál: Spítalar. Þessar tillögur sam- þykktar: 1. Að Landspítali sé reistur í Reykjavík. 2. Að spítali sé stofnaður á Austurlandi og greiði landsjóður helming stofnkostnaðar, en jöfn- unarsjóður amtsins hinn helming. III. mál: Farsóttaskýrslur. Þær séu gefn-

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.