Læknaneminn - 01.12.1962, Qupperneq 14
LÆKNANEMINN
H
LÆKMA„DEILAM“ ANMD 1962
Það vai' í byrjun nóvember s.l. að
heyra mátti einn segja við annan á
göngurn Landsspítalans: sunnudagur í
dag, sunnudagur i gær, eintómir sunnu-
dagar. Og þó voru hreint engir sunnu-
dagar, jafnvel bara mánudagur, sem
er jú lengst allra daga frá sunnudegi
hvað svo sem líður stöðu hans á daga-
talinu. En þó var þetta rétt að því leyti,
að sunnudagsstarfsleysið í afstæðri
mynd grúfði yfir spítalanum, þar sem
tuttuguogsex læknar á stofnuninni höfðu
um sinn kvatt hana með tól sín og
pjönkur, án þess að nokkrir aðrir lækn-
ar kæmu í hinar lausu stöður.
Hvað olli því nú, að læknarnir, þessir
skikkanlegu og vammlausu menn i
virðulegum stöðum, voru að segja sig
frá þeim? Ekki var það af hrekkskap
eða ótugt einni saman heldur voru þeir
einsog fleiri í þjóðfélaginu óánægðir með
kjör sin og mun að auki hafa þótt
skipulagi ábótavant, er til þeirra tók,
og vildu fá nokkra leiðréttingu á hvoru
tveggja. Ekki verða læknarnir heldur
um það sakaðir að hafa þegar í fyrsta
leik gripið til harkalegra aðgerða til
þess að fá málum sínum framgang.
Þeir höfðu löngu skrifað bréf til réttra
aðila, þar sem þeir óskuðu viðræðna um
kröfur sínar og laiisn vandans, en því
bréfi var ekki svarað. Og þeir skrifuðu
annað bréf og því var heldur ekki svar-
að. Islendingar eru fádæma latir að
svara bréfum. Þar hef ég fyrir mér
ekki ómerkari mann en sjálfan Helga
Sæm. Vafalaust hafa læknar ekki tíma
til þess fremur en annars að fylgjast
með þeim eiginleikum, sem nú á öld
menningarinnar eru að festa rætur með
þjóðinni og er vitandi og óvitandi hlúð
dyggilega að. En hvað um þáð; þegar
ekki dugðu bréfaskriftirnar gripu lækn-
arnir tii þess ráðs að segja upp stöð-
um sínum, ef það yi'ði til þess, að réttir
aðilar hrykkju eilítið ónotalega við.
Og víst varð þeim þetta rúmrusk, en
tæplega meir. Þeir byrjuðu á þvi að
framlengja uppsagnarfrest læknanna
um þrjá mánuði, „svo meiri tími gæfist
til þess að leysa vandann". En þetta
voru aðeins orðin fögur og gerðir engar.
Kannske var þetta sök læknanna. Þeir
vcldu sér óheppilegan tíma frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði. Það fór nefnilega
sá tími í hönd, þegar lax er í öllum ám
og ráðstefna í hverju heimshorni, en þær
þurfa réttir aðilar allar að sækja ráð-
stefnanna vegna, þjóðarinnar vegna og
jú sjálfs sín vegna. Og svo er gestkvæm-
ast liér, þegar sól er hæst á lofti á
norðurhjara, og við erum gestrisin þjóð.
Sem sagt, það er ekkert óskiljanlegt, að
ekki skuli hafa verið hægt að sinna
kvabbi læknanna á mánuöunum sex.
Og svo hefur það einnig komið fram,
að því var ekki trúað, að læknarnir
myndu gera alvöru úr því að ganga úr
vist 1. nóv. M. ö. o. það var litið á þá
einsog hverja aðra óþekktarorma, sem
hóta að bleyta sig í fæturna, ef þeir
fengju ekki gott í munninn. Það þurfti
því ekki að flýta sér.
En svo rann upp 1. nóvember og brott-
för læknanna varð staðreynd svo eitt-
hvað vaið að gei'a — betra seint en
aldi'ei. Nú skyldum við aumir í lögum
hafa haldið að auglýsa hefði átt hinar
lausu stöður og ef enginn hefði um
þær sótt hefði verið uppkomið hrika-
legt vandamál, sem meira en vaðalinn
einan hefði þurft til þess að leysa. En
ekkert af þessu skeði og sýnir aðeins,
hversu illa maður er að sér í lögum, því
eftir þeim skal allt fara eins og bezt
kom fram á fyrstu dögum lækna,,deil-