Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Side 23

Læknaneminn - 01.12.1962, Side 23
LÆKNANEMINN 23 reynzt mjög fróðlegar, gagnlegar og skemmtilegar og er vonandi, að þetta verði að föstum lið í geð- sjúkdómakennslunni. Þetta er náminu þar mikil lyfting. —o-— Við birtum í þessu blaði styrkt- armannaskrá. Er þar að finna nöfn allra þeirra, sem nú þegar hafa greitt sinn árlega hundrað- kall tii styrktar blaði okkar. Eins og skráin ber með sér eru styrkt- armennirnir nær eingöngu úr Reykjavík og nágrenni. Stafar þetta af því, að fjármálastjórinn og lið hans hafa nær eingöngu haldið uppi innheimtuherferð sinni á þessu svæði á þessi misseri. Ekki ber þó að skilja málið svo, að þeir læknar og aðrir unnendur blaðs- ins á nefndu svæði, er ekki hafa fengið inni á skránni, hafi skor- azt undan að greiða hundraðkall- inn. Þrátt fyrir vel skipulagða her- ferð fjármálastjórans hefur ekki náðst til allra — en þeir þurfa engu að kvíða. Njósnir hafa okk- ur borizt af því, að á næsta miss- eri muni herferðinni beint út á land. Treystum við því, að þeir, sem þar fá blaðið, sendi greiðsiu til fjármálastjórans hið fyrsta og verði þannig á styrktarmannaskrá í vor. Það kostar nokkuð fé að halda úti jafn glæsilegu blaði og Læknaneminn er. Við þökkum svo þeim, sem þegar hafa greitt og ninum fyrirfram. —o— Það er leitt til þess að vita að Félag læknanema á ekki í sínum fórum Læknanemann frá upphafi. Magrar stjórnir félagsins og rit- stjórnir blaðsins hafa reynt að afla félaginu þessa en ekki haft árangur sem erfiði. Við, sem nú ritstýrum blaðinu, höfum einnig LÆKNA NEMINN BLAÐ FÉLAGS LÆKNANEMA Ritnefnd: Sverrir Bergmann, ritstj. og ábm., Jón Alfreðsson, Matthías Kjeld. Fjármál og dreifing: Víglundur Þ. Þorsteinsson. Arnarhraun 33, Hafnarf. Auglýsingar: Kristján Eyjólfsson, S'gurður Björnsson. Ársgjald kr. 100,00. Prentað í Steindórsprenti h.f. reynt að viða að gömlum árgöng- um en árangurinn er vægast sagt rýr. Einkum eru það hin fyrstu fjölrituðu blöð, sem ekki virðast liggja á lausu og eru reyndar orð- in hið mesta metfé og því skilj- anlegt að menn haldi fast um. Við freistum þess þó að leita eftir, hvort ekki myndi einhver þeirra, er þetta blað lesa, geta veitt okk- ur liðsinni. Enda þótt menn vilji ekki láta sín gömlu blöð af hendi sem ekki er jú hægt til að ætlazt myndum við þó telja það nokkra bót úr því sem komið er að fá þau til þess að geta gert skrá um blað- ið frá fyrstu tíð, þar sem fram kæmi efni, ritnefndir og annað, sem máli skiptir. Þykir okkur sennilegt, að þetta geti orðið það lengsta, sem hægt verðui' að kom- azt og vildum gjarnan vinna þetta verk nú, er blaðið stendur á þeim

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.