Læknaneminn - 01.12.1962, Page 26
26
LÆKNANEMINN
því ráðlegast að vera við öllu búinn
á ferðalögum á þessum slóðum.
Ég hafði Landrover jeppa læknisins
til fullra afnota á meðan hann var í
burtu. Ég var í fyrstu hálf ragur
og óstyrkur við aksturinn, enda
ekki snei't á bíl í 7 ár. En öku-
hæfileikinn steig von bráðar fram úr
djúpi undirmeðvitundarinnar og ekki
urðu nein slys af völdum aðstoðarlækn-
isins sem betur fór.
Læknisbústaðui'inn er sem fyrr segir
tvílyft steinhús. Á efri hæðinni er íbúð
læknishjónanna, en á þeirri neðri er
iæknisstofan, apotekið, biðstofa og htið
herbergi, sem ætlað er fyrir röntgen-
tæki í framtíðinni. Þar er einnig stór
stofa, sem ég hélt til í.
Fyrsta daginn notaði ég til að kynna
mér apotekið. Þar var allt I röð og reglu.
Hver lyfjaflokkur var í hillu út af fyrir
sig, og verð á preparötunum skrifað í
stafrófsröð á blöð, sem límd voru upp
á vegg. Það var því auðvelt að af-
greiða úr apotekinu, en hitt ógnaði
mér, að þarna úði og grúði af lyfja-
preparötum, sem ég ekki þekkti, hvað
þá heldur, að ég vissi hvernig átti að
nota þau og að mér myndi varla end-
ast mánuðurinn, þótt ég gerði ekkert
annað en að lesa mig til. Ég var ekki
búinn að starfa í marga daga, er mér
var ljóst, að flest þessara curiosa skiptu
sáralitlu máli. Ég kannaðist við aspírin,
codeiphen og linctus pectoralis, og þá
þekkti ég helming og rúmlega af öllu
lyfjagillinu, sem er í mestri notkun.
Ég þurfti ekkert að fást við lyfjagerð.
Flest lyfin voru í töfluformi og fengin
frá Lyfjaverzluninni eða öðrum lyfsölum
í Reykjavík. Einstaka sinnum hrissti
ég saman einhverjar mixturur, en það
var meira til gamans en að þess væri
þörf.
Viðtalstími á stofunni var frá kl. 10
—11 og 17—18 alla virka daga, nema
laugardaga frá 10—11. Eftir hádegi fór
ég venjulegast i vitjanir út um bæ og
sveitir og jafn oft eftir kvöldmat. Ég
var sjaldan ónáðaður um nætur og
var því feginn, því að ég var yfirleitt
þreyttur eftir dagsins önn og gott að
komast í bælið.
Þegar ég hugsa um það eftir á, þá hef
ég sennilega verið risiágur og annar-
legur í málrómi, er ég bauð fyrsta
sjúklingnum inn á stofuna með orð-
unum: „Hver er næstur? Gerið þér svo
vel.“ En ég jafnaði mig á fáeinum
dögum, eða strax og ég hætti að hugsa
um sjálfan mig og beindi athyglinni
óskiptri að sjúklingunum. Sjálfstraustið
óx og intensions tremorinn leystist upp
í ákveðnari handtök, er ég í vikulokin
hafði unnið nokkur þakklát verk eins
og t. d. að draga úr tennur, opna kýli
og hleypa út úr þeim, fjarlægja korn
úr auga, sauma saman minniháttar
skurð, sár og ýmislegt fleira, sem yrði
of langt mál að telja upp. Sjúklingarn-
ir virtust ánægðir og hversvegna gat
ég þá ekki verið það sjálfur? Ég hafði
aldrei unnið neitt af þessum handverk-
um áður og varla séð þau framkvæmd
nema þá á sjálfum mér. Ég kunni ekk-
ert að gera mandibular eða aðrar deyf-
ingar við tanndrátt og varð að skapa
mér tíma til að fletta upp í skræðun-
um. Fyrsta tannpínu sjúklinginn bað
ég að koma eftir hádegi, því að þá
myndi okkur gefast betri tími til inn-
gripsins. Þannig má oft fá frest, ef
manni gengur illa eða seint að átta sig
á hlutunum og vill bera sig saman við
bækurnar, með því að biðja sjúkling-
inn um þvag, hráka eða önnur specimen
til rannsóknar og þá jafnframt notað
tímann, er gefst, til að lesa sér til.
Ekki er mér með öllu grunlaust um,
að þetta fyrsta fórnarlamb mitt við
tanndráttinn hafi verið meira dofinn á
eftir en fyrir aðgerðina.
Ég hirði ekki frekar um að lýsa dag-
legum störfum minum þarna eystra,
enda hver dagurinn öðrum líkur. Ég
hafði yfrum nóg að gera. Biðstofan
oftast þéttsetin í báðum viðtalstímum.
Þó að ég væri þarna aleinn og öllum