Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 27
LÆKNANEMINN
er
ókunnugur, hafði ég engan tíma til að
láta mér leiðast, enda eignaðist ég fljótt
góða kunningja sem voru ósparir á að
bjóða mér heim og gera mér dagamun.
Ég komst fljótt að raun um það, að
margt af fólkinu, sem kom fyrstu dag-
ana, einkum kvenfólkið, átti lítið annað
erindi en að sjá nýja lækninn, vita
hvort hann kynni ekki einhverja nýja
læknisdóma við kvillum þeirra og hvort
þeim bæri saman gamla lækninum og
honum. Sjúklingunum fannst mér mega
skipta í tvo hópa. 1 öðrum voru börnin.
Um þau virtist mér gilda sú regla, að
kunnátta mín og geta til að hjálpa
minnkaði í réttu hlutfalli við aldur
þeirra. 1 hinum hópnum var gamla fólk-
ið, og það verð ég að segja, að mér
reyndist miklu betra en nokkur vítamln-
sprauta, ef ég gaf mér tíma við og við
til að heimsækja það og spjalla við
það stundarkorn.
Á Fagurhólsmýri í Öræfum er útibú
frá apotekinu á Hornarfirði. Það kemur
sér oft vel að geta afgreitt úr því í gegn-
um síma og sparað sér þannig langt
ferðalag auk þess, að oft er með öllu
ófært í Öræfin um lengri tíma. Hins-
vegar sagði Kjartan mér, að fyllsta
ástæða væri til að réspectera sjúkdóma
eins og kvef og hálsbólgu eða aðrar
umgangspestir á þessum slóðum og telja
ekki eftir sér sporin þangað þeirra
vegna. Öræfingar hefðu margir hverjir
sérstöðu að því leyti, að þeir væru ákaf-
lega sóttnæmir og væru fljótir að deyja,
ef svo bæri undir. Þetta kemur til af
því, að þarna býr fólk, sem allt fram á
okkar daga, hefur verið mjög einangrað
og er því mótstöðulitið gegn þeim pödd-
um er herja hversdagslega í þéttbýlinu.
Ég held að mér sé óhætt að segja,
að ég hafi verið mjög heppinn vicariant.
Það er kannske fyrst og fremst því að
þakka, að ég slapp við alla obstretic,
en það er einmitt í henni, sem héraðs-
læknar mega búast við hvað mestum
skakkaföllum.
Ég ætla að lokum að minnast á þau
akut tilfelli, sem reyndu mest á mig, og
eru mér því hugstæðust.
Ég þurfti aðeins einu sinni að fara
í Öræfin. Þar hafði 7 ára drengur dottið
á v. handlegg og sennilega brotið hann.
Ég var 4 tíma að komast á áfanga-
stað. Við inspectio var greinanleg hliðar
angulation á distala þriðjungi fram-
handleggsins. Hann var óverulega bólg-
inn, og ekki gat ég merkt að hæmatom
hefði myndast. Eftir að ég hafði infiltr-
erað svæðið, þar sem ég ætlaði að brotið
væri og einnig interossealt, gat ég pal-
perað að vild án þess að drengur kenndi
mikið til. Gat ég þá fundið, að báðar
pípurnar myndu vera brotnar og réði
ég það af því hvernig marraði í brot-
endunum, er ég gjuggaði þeim varlega
til. Ég gat ekki fundið, að um neina
dislocation væri að ræða, að minnsta
kosti merkti ég enga brotstalla á bein-
pípunum og engin stytting var á hand-
leggnum borið saman við hinn, en gott
hefði nú verið að hafa röntgenmynd til
að styöja sjúkdómsgreininguna. Ég
hafði hina ágætu bók, Ferguson, með
mér og fylgdi í öllum aðalatriðum því
sem þar sagði um meðferð sliks brots.
Ég get ekki stillt mig um að geta þess,
að þá er ég var búinn að ganga frá
handleggnum kom bóndinn og bað mig
að líta á konu sína og dóttir, þær væru
víst eitthvað veilar fyrir hjarta og
játti ég því, að því loknu hvort ég
mundi ekki ganga við hjá gamla
manninum, sem lægi í kör uppi
á baðstofuloftinu. Þá voru komnir 2
frá næsta bæ. Annar þurfti að fá sjón-
vottorð og hinn að losna við tönn. Svona
gekk þetta fram á rauða nótt. Það getur
því verið tímafrekt að fara í eina vitj-
un í Öræfin, enda ekki á hverjum degi,
sem læknirinn kemur, og sjálfsagt að
nota sér það svo sem frekast er kostur.
Seinna fékk ég svo annað handleggs-
brot til meðhöndlunar, sem vafðist
meira fyrir mér. Þar var einnig um að
ræða dreng á svipuðu reki og hinn, og